Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Qupperneq 67
sem reyndarhékk svo illa saman að sjá mátti inn í herbergið gegnum rifur milli fjalanna. Hershöfðinginn stuggaði feita mangaranum, sem vildi fara inn til að sýna honum vistarverumar, frá hurðinni og lagði hana að stöfum á eftir sér og stúlkunni. Hundraðshöfðinginn og tveir manna hans tóku sér stöðu við dyrnar. Stúlkan settist á hvíluna í tómlegu herberginu, niðurlút svo svart hárið féll niður í kjöltu hennar. Það gljáði á beran upphandlegginn, er hún klemmdi hann að snjáðum, einsaumuðum kyrtlinum; hendur hennar hvíldu þétt í skauti og hún klemmdi hnén saman. „Jæja, stúlka mín,“ sagði hann sefandi — þótt hann væri næsta viss um að hún skildi ekki latínu — um leið og hann tók af sér skikkjuna. „Nú færðu brátt að vita hvemig Danáe leið þegar gullregnið kom, hvernig Ólympíasi leið þegar Júpíter heimsótti hana sem elding . ..“ Er það var yfirstaðið festi hann aftur á sig belti sitt og sverð, og sveipaði sig skikkjunni. Hann leit stundarkom á grátandi stúlkuna, veiddi gullpening upp úr pyngju og þvingaði í krepptan lófa hennar. Síðan opnaði hann dymar; hann hafði þegar gleymt henni. Núna snerist hugur hans um málefni ríkisins. Antoníus mundi brátt senda honum stað- festingu á því hvort sá orðrómur væri sannur að Farnekes, sonur Míþri- datesar mikla, hefði gert uppreisn og hvort það væri rétt að öllum rómverskum borgumm í Pontos, Armeníu og Kappadókíu hefði verið slátrað. Ef svo væri yrði hann líklega að snúa sér þangað; önnur bannsett heit lönd, sem hann hafði aldrei heimsótt. En núna var mánuður her- guðsins Mars og því heppilegur tími til slíkrar herfarar ... Hann fékk aldrei að vita að stúlkan, Sara, varð þunguð af hans völdum. Mangarinn skipti gullinu til helminga við föður hennar, Jóab ben-Óní, sem var grandvar og guðhræddur tjaldgerðarmaður. Faðir Jó- abs, Óní, hafði verið Farísei, sem neyddist til að flýja frá Palestínu til Alexandríu á valdatíma Alexanders Janneusar. Jóab var að vísu með nagandi samviskubit yfir að hafa svo gróflega brotið lögmál Móse, en nú gat hann notað gullið til að láta draum sinn rætast og snúið aftur til lands feðranna, líkt og Móses forðum. Er hann var kominn með fjölskyldu sína miðja vegu, til Gaza, ól Sara bamið. Það var sveinbam og Jóab ákvað, er þau fóm með drenginn á áttunda degi til umskumar, að hann skyldi heita Jóakim, sem merkir Guð mun dæma. Með því vildi Jóab leggja það undir dóm Drottins síns hvort hann hefði breytt rétt, er hann seldi dóttur TMM 1991:3 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.