Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1991, Síða 54
kjósa það svo, hefur fylgt bókmenntum okkar alla öldina. Hún kemur jafnvel fram í ljóðlistinni. Þær heiftúðugu deilur sem urðu hér um atómskáldin og sem útlendingar eiga mjög erfitt með að skilja, nærðust á togstreitu þessara skauta. Ljóðlistin hefðbundna átti sér mjög skýrt munnlegt einkenni: Það var hægt að muna hana. Og í landi þar sem raunverulegur bókamarkaður var jafn nýr af nálinni og hér, var mörgum ljóðunnanda mikil eftirsjá að því. Þessi móthverfa er að einhverju leyti að leysast upp, rétt einsog andstæða hefðar og módernisma. Það opnar leið nýjum og frjó- um aðferðum, einsog sjá má í nokkrum nýlegum verkum. Þetta er hins vegar ekki eina forsenda góðra frásagnarbókmennta. Önnur er sú að höfundurinn hafi frá einhverju að segja. A fyrri helmingi þessararaldarláeinstór saga til grundvallar ótal skáldsögum: Sagan um upplausn bændasamfélagsins og andstæðu sveitar og borgar. Sú saga hefur nú verið sögð og getur ekki lengur verið grunntónn íslenskrar skáldsagnagerðar með sama hætti og fyrr. Eins er það með ýmsa hug- myndafræði sem gat verið mönnum hvatn- ing til mikilla sagna, hvort sem það var íhaldssöm þjóðemiskennd og móralismi eða róttækur sósíalismi eða heimatilbúin blanda; sagnamenn virðast ekki lengur líta á slíka hugmyndafræði sem bjarghring í hinu epíska hafróti. Yngri höfundar hafa því margir verið í leit að bæði söguefni og sjónarhorni sem ekki hefur verið gemýtt áður. Hvomgt mun vandalaust. Rétt er að líta á fáein dæmi, og bið ég lesendur að taka þau ekki sem tæm- andi úttekt á þeim höfundum sem máli skipta og jafnframt sýnaþví umburðarlyndi ✓ A fyrri helmingi þessarar ald- ar lá ein stór saga til grund- vallar ótal skáldsögum: Sagan um upplausn hœndasamfélags- ins og andstœðu sveitar og borgar. Sú saga hefur nú verið sögð og getur ekki lengur ver- ið grunntónn íslenskrar skáld- sagnagerðar með sama hœtti ogfyrr. þó rætt sé um höfunda sem undirritaður gefur út. Ef spurt er hvaða skáldsagnaform sé virkilega farið að slá í, myndu margir sjálf- sagt nefna fjölskyldusöguna. Hún dugir í mesta lagi í síðdegissápur sjónvarpsins. Og fjölskyldusaga þar sem höfuðpauramir eru kexrugluð spákona og misheppnað Presley- líki ætti tæpast að höfða til annarra en táninga með heiftarlega unglingaveiki. Samt varð þessi fjölskyldusaga í mynd eyjabóka Einars Kárasonar vinsælasti skáldsagnabálkur síðasta áratugar á Islandi, hún látil gmndvallargeysivinsælli leiksýn- ingu og er nú gefin út um öll Norðurlönd einsog um alvörubókmenntir væri að ræða. Hverju skyldi það sæta? Þetta er ekki framúrstefnuverk né neins konar framhald tilrauna sjöunda áratugarins. Og ekki eru sögurnar heldur afurð nýja sósíalreal- ismans sem átti sér skammvinna endurreisn í byrjun áttunda áratugarins. Samt eru þess- ar bækur tæpast hugsanlegar án undan- genginna veiðiferða Guðbergs á þjóðar- djúpinu eða þjóðfélagsskáldsagnanna upp- úr 1970. En mest af öllu bera þær því vitni 52 TMM 1991:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.