Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 11
Að vanhelga Afguðun (Entgötterung) heimsins er eitt af því sem einkennir Nútímann. Afguðun þýð- ir þó ekki trúleysi, heldur þær kringum- stæður þar sem einstaklingurinn, hið hugsandi sjálf, verður undirstaða alls í stað Drottins eins og áður var; maðurinn getur haldið áfram að iðka trú sína, krjúpa á kné úti í kirkju, biðjast fyrir uppi í rúmi, en trúfesta hans er aðeins orðinn hluti af hans eigin óhlutbundna heimi. Þegar Heidegger hafði lokið við að lýsa þessum kringum- stæðum ályktaði hann sem svo: „Og þannig hurfu Guðimir á braut. Tómið sem þeir skildu eftir er fyllt með því að vinna sögu- lega og sálfræðilega úr goðsögnunum.“ Að vinna sögulega og sálfræðilega úr goðsögnunum, úr heilögum ritningum, þýðir: svipta þær helgi sinni, vanhelga þær. Franska sögnin profaner (vanhelga) er komin úr latínu: pro-fanum: staðurinn framan hofsins, utan hofsins. Vanhelgun (la profanation) byggist þannig á því að færa hið helga út úr hofinu, út fyrir yfirráðasvæði trúarinnar. Þar sem hláturinn liggur ósýni- legur í lofti skáldsögunnar, er vanhelgun í skáldsögu sú versta sem hugsast getur. Því trúarbrögð og kímni eru ósættanlegar and- stæður. Fjórleikur Thomasar Manns, Jósef og brœður hans, sem hann skrifaði á árunum 1926 til 1942, er eitt besta dæmið um það hvemig hægt er að „vinna sögulega og sál- fræðilega" úr helgum textum sem skyndi- lega eru sviptir helgi sinni, þegar Mann segir frá þeim í sínum glottandi og glæsi- lega en ögn lífsþreytta tóni: Guð, sem í Biblíunni hefur verið til frá ómunatíð, verð- ur hjá Mann skyndilega að tilbúningi mann- anna, uppfinning Abrahams sem dró hann til að byrja með út úr óreiðu fjölgyðistrúar- innar og gerði hann að æðstum allra guða og þvínæst að hinum eina og sanna; Guð veit vel hverjum hann á tilveru sína að þakka, og öskrar: „Það er hreint ótrúlegt hversu vel þessi maður þekkir mig. Var það ekki hann sem gaf mér nafn í upphafi? Ég verð að fara og smyrja hann.“ En einkum þó: Mann undirstrikar að skáldsaga hans sé gamansaga. Heilög ritning er fyndin! Sem dæmi má nefna söguna um Pótífar og Jósef. Kona Pótífars er tryllt af ást og bítur í tunguna á sér og segir við Jósef smámælt eins og bam, þofðu hjá mér, þofðu hjá mér, en hinn hreinlífi Jósef útskýrir þolinmóður fyrir þeirri smámæltu dag eftir dag í þrjú ár að þau megi ekki elskast. Þegar örlagadag- urinn mikli rennur upp eru þau ein heima; hún heldur áfram að sífra í honum þofðu hjá mér, þofðu hjá mér, og enn einu sinni út- skýrir hann þolinmóður skýrt og skorinort fyrir henni hvers vegna þau eigi ekki að elskast, en um leið stendur honum, honum stendur, honum blýstendur svo glæsilega að blessunin hún Pótífar missir stjóm á sér og rífur hann úr skyrtunni, og þegar Jósef forð- ar sér á hlaupum með liminn á lofti, öskrar hún ráðvillt, örvæntingarfull og viti sínu fjær á hjálp og vænir Jósef um að hafa nauðgað sér. Skáldsaga Manns öðlaðist almenna við- urkenningu; nokkuð sem sannaði að ekki var lengur litið á vanhelgun sem svívirð- ingu heldur eitthvað alvanalegt. Eftir að Nútíminn gekk í garð hættu menn að líta á trúleysi sem ögmn og áskorun, og trúin varð ekki eins stíf og óbilgjöm og áður hafði verið. Afallið sem stalínisminn olli hafði úrslitaáhrif í þessari þróun: þá var reynt að þurrka út öll áhrif kristninnar, en það varð skyndilega til þess að við áttuðum TMM 1992:4 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.