Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 12
okkur á því að við erum öll, hvort sem við erum trúuð eða trúlaus, guðlastarar eða sannkristin, hluti af sömu menningunni sem á rætur að rekja til hinnar kristnu for- tíðar og að án hennar værum við aðeins efnislausir skuggar, við myndum tala án þess að hafa til þess orðaforða, ættum hvergi andlegan samastað. Ég var alinn upp í trúleysi og kunni því vel þar til á svörtustu árum kommúnismans þegar ég sá hvemig farið var með kristna menn. Fyrir vikið gufaði hið ögrandi og glettna trúleysi unglingsáranna upp eins og hver önnur bernskubrek. Ég skildi vel hina trúuðu vini mína, fann til slíkrar samstöðu með þeim og fann svo til með þeim að ég fór stundum með þeim til guðsþjónustu. Þrátt fyrir það sannfærðist ég ekki um að til sé einhver Guð sem veiti okkur hand- leiðslu. Hvemig gat ég vitað það með vissu? Og hvernig gátu þeir vitað það? Voru þeir vissir um að þeir væm vissir? Ég sat í kirkjunni fullur þeirrar sérkennilegu og notalegu tilfinningar að það væri undarlega lítill munur á mínu eigin trúleysi og trúar- sannfæringu þeirra. Tímans brunnur Hvað er einstaklingur? Á hverju grundvall- ast sjálfsvitund hans? Allar skáldsögur leita svara við þessum spurningum. Og hvemig er hægt að skilgreina sjálfið? Með því sem sögupersónan gerir, með atburðarásinni sem hún hrindir af stað? En höfundurinn missir stjórn á atburðarásinni og hún beinist yfirleitt alltaf gegn honum. Eða þá með innra lífi hennar, hugsun hennar, duldum tilfinningum? En er nokkur maður fær um að skilja sjálfan sig? Geta leyndar hugsanir þá orðið lykillinn að sjálfsvitund hans? Eða er hægt að skilgreina manninn út frá sýn hans á heiminn, hugmyndum hans, hans Weltanschauungl Fagurfræði Dostojev- skíjs byggðist á þessu: persónur hans eru rótfastar í afar frumlegri og persónulegri hugmyndafræði og þær fylgja forskrift hennar út í ystu æsar. Hjá Tolstoj er hin persónulega hugmyndafræði fráleitt nógu stöðug til að byggja á henni sjálfsvitund einstaklings: „Stefan Arkadíevítsj mótaði sér hvorki skoðanir né tók afstöðu til eins eða neins, nei, afstaðan og skoðanimar sóttu sjálfar til hans svipað og sniðið á höttunum hans og lafafrökkunum sem hann valdi ekki sjálfur." (Anna Karenína) En úr því að hugsun einstaklingsins er ekki gmndvöllur sjálfsvitundar hans (ef hún hef- ur ekki meira vægi en hattur) hvar er þá þennan gmndvöll að finna? Thomas Mann lagði fram sinn gríðarmik- ilvæga skerf í þessari leit án enda: við höld- um að við framkvæmum eitthvað, við höldum að við hugsum, en það er einhver annar eða einhverjir aðrir sem em að verki innra með okkur: það er að segja fomar venjur, arftekin hugsunarform sem urðu að goðsögnum, bárust frá einni kynslóð til annarrar, þær búa yfir gífurlegum seið- mætti og fjarstýra okkur (eins og Mann segir) frá „tímans brunni“. Mann: „Er hið svokallaða „sjálf‘ manns- ins fastskorðað og rígbundið við hin hold- legu og hverfulu takmörk hans? Em ekki ýmsir þátta hans hluti af heimi sem er utan við hann og honum eldri? Forðum var ekki gerður alveg jafn mikill greinarmunur á andanum yfirleitt og anda einstaklingsins og nú er gert . . .“ Og enn: „Við stæðum frammi fyrir fyrirbæri sem okkur þætti freistandi að nefna eftirlíkingu eða fram- hald, hugmynd um lífið sem fælist í því að 10 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.