Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 13
hver og einn hefði það hlutverk að endur-
vekja tiltekin form, tilteknar goðsögulegar
myndir sem forfeðurnir hefðu dregið upp,
og verða til þess að þær holdguðust á nýjan
leik.“
Deila Jakobs við bróður sinn Esaú er ein-
ungis endurtekning hinnar fomu deilu Ab-
els við bróður sinn Kain, milli annars sem
nýtur náðar Drottins og hins sem er settur
til hliðar, sjúkur af öfund. Þessi deila, þess-
ar „goðsögulegu myndir sem forfeðurnir
hafa dregið upp“, holdgast á ný í syni Jak-
obs, Jósefi, sem einnig er af kynstofni hinna
útvöldu. Jakob er rekinn áfram af eldfornu
samviskubiti hinna útvöldu og sendir Jósef
son sinn til að sættast við öfundsjúka bræð-
ur sína (með hörmulegum afleiðingum:
þeir kasta honum ofan í brunn).
Jafnvel þjáningar, viðbrögð sem ættu að
vera ósjálfráð, eru aðeins „eftirlíking og
framlenging": þegar þar er komið í skáld-
sögunni að verið er að lýsa því hvemig
Jakob harmar dauða Jósefs, kemur Mann
með eftirfarandi athugasemd: „Þetta var
ekki hans vanalega orðfæri... Nói fjallaði
á svipaðan hátt eða hliðstæðan um synda-
flóðið, og Jakob tók það upp eftir honum
.'.. Hann tjáði hugarvíl sitt meira og minna
með viðteknum setningum . . . enda þótt
ekki væri nokkur ástæða til að efast um
einlægni hans.“ Mikilvæg athugasemd: eft-
irlíking þýðir ekki að það sé óekta, því
einstaklingurinn kemst ekki hjá því að líkja
eftir því sem þegar hefur átt sér stað; það er
sama hversu einlægur hann er, hann er að-
eins endurholdgun; það er sama hversu
sannur hann er, hann er aðeins útkoma
þeirra tillagna og tilmæla sem berast frá
tímans brunni.
Mismunandi tímasvið í skáldsögu
Ég hugsa til þess tíma er ég hófst handa við
að skrifa Brandarann: allt frá upphafi vissi
ég innst inni að persónan Jaroslav yrði til
þess að augnaráð skáldsögunnar beindist
niður í hyldýpi fortíðarinnar (fortíðar al-
þýðulistarinnar), og að „sjálf“ þessarar per-
sónu minnar kæmi í ljós undir og fyrir
tilstuðlan þessa augnaráðs. Raunar urðu að-
alpersónurnar fjórar allar til á þennan hátt:
fjórir persónulegir heimar kommúnista,
græddir á fjórar evrópskar fortíðir: Ludvik:
kommúnisminn græddur á niðurrifsanda
Voltaire; Jaroslav: kommúnisminn sem
löngun til að endurreisa tíma feðraveldisins
sem varðveittur er í þjóðlegum siðum;
Kostka: hið kommúníska fyrirmyndarríki
grætt á Fagnaðarerindið; Helena: kommún-
isminn sem leið homo sentimentalis til að
kveikja með sér ástríðu. Öllum þessum ein-
staklingsbundnu heimum er lýst um það
leyti sem þeir eru að gliðna í sundur: þetta
eru fjögur form kommúnisma í upplausn;
nokkuð sem þýðir einnig: hrun fjögurra
gamalla evrópskra ævintýra.
í Brandaranum birtist fortíðin einungis
sem einn margra þátta í sálarlífi persónanna
eða þá í ritgerðarkenndum útúrdúrum; síðar
langaði mig að tefla henni beintfram. í Líjið
erannars staðar stillti ég lífi ungs skálds á
okkar dögum fyrir framan málverk af ger-
vallri sögu hinnar evrópsku ljóðlistar svo
fótatak hans rynni saman við fótatak Rim-
bauds, Keats, Lermotovs. Og í Ódauðleik-
anum gekk ég enn lengra í því að stefna
saman tvennum ólíkum sögulegum tímum.
Þegar ég var ungur rithöfundur í Prag var
mér meinilla við orðið „kynslóð" sem fór
fyrir brjóstið á mér vegna þess að mér
fannst einhver hjarðþefur af því. Það var
TMM 1992:4
11