Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Blaðsíða 13
hver og einn hefði það hlutverk að endur- vekja tiltekin form, tilteknar goðsögulegar myndir sem forfeðurnir hefðu dregið upp, og verða til þess að þær holdguðust á nýjan leik.“ Deila Jakobs við bróður sinn Esaú er ein- ungis endurtekning hinnar fomu deilu Ab- els við bróður sinn Kain, milli annars sem nýtur náðar Drottins og hins sem er settur til hliðar, sjúkur af öfund. Þessi deila, þess- ar „goðsögulegu myndir sem forfeðurnir hafa dregið upp“, holdgast á ný í syni Jak- obs, Jósefi, sem einnig er af kynstofni hinna útvöldu. Jakob er rekinn áfram af eldfornu samviskubiti hinna útvöldu og sendir Jósef son sinn til að sættast við öfundsjúka bræð- ur sína (með hörmulegum afleiðingum: þeir kasta honum ofan í brunn). Jafnvel þjáningar, viðbrögð sem ættu að vera ósjálfráð, eru aðeins „eftirlíking og framlenging": þegar þar er komið í skáld- sögunni að verið er að lýsa því hvemig Jakob harmar dauða Jósefs, kemur Mann með eftirfarandi athugasemd: „Þetta var ekki hans vanalega orðfæri... Nói fjallaði á svipaðan hátt eða hliðstæðan um synda- flóðið, og Jakob tók það upp eftir honum .'.. Hann tjáði hugarvíl sitt meira og minna með viðteknum setningum . . . enda þótt ekki væri nokkur ástæða til að efast um einlægni hans.“ Mikilvæg athugasemd: eft- irlíking þýðir ekki að það sé óekta, því einstaklingurinn kemst ekki hjá því að líkja eftir því sem þegar hefur átt sér stað; það er sama hversu einlægur hann er, hann er að- eins endurholdgun; það er sama hversu sannur hann er, hann er aðeins útkoma þeirra tillagna og tilmæla sem berast frá tímans brunni. Mismunandi tímasvið í skáldsögu Ég hugsa til þess tíma er ég hófst handa við að skrifa Brandarann: allt frá upphafi vissi ég innst inni að persónan Jaroslav yrði til þess að augnaráð skáldsögunnar beindist niður í hyldýpi fortíðarinnar (fortíðar al- þýðulistarinnar), og að „sjálf“ þessarar per- sónu minnar kæmi í ljós undir og fyrir tilstuðlan þessa augnaráðs. Raunar urðu að- alpersónurnar fjórar allar til á þennan hátt: fjórir persónulegir heimar kommúnista, græddir á fjórar evrópskar fortíðir: Ludvik: kommúnisminn græddur á niðurrifsanda Voltaire; Jaroslav: kommúnisminn sem löngun til að endurreisa tíma feðraveldisins sem varðveittur er í þjóðlegum siðum; Kostka: hið kommúníska fyrirmyndarríki grætt á Fagnaðarerindið; Helena: kommún- isminn sem leið homo sentimentalis til að kveikja með sér ástríðu. Öllum þessum ein- staklingsbundnu heimum er lýst um það leyti sem þeir eru að gliðna í sundur: þetta eru fjögur form kommúnisma í upplausn; nokkuð sem þýðir einnig: hrun fjögurra gamalla evrópskra ævintýra. í Brandaranum birtist fortíðin einungis sem einn margra þátta í sálarlífi persónanna eða þá í ritgerðarkenndum útúrdúrum; síðar langaði mig að tefla henni beintfram. í Líjið erannars staðar stillti ég lífi ungs skálds á okkar dögum fyrir framan málverk af ger- vallri sögu hinnar evrópsku ljóðlistar svo fótatak hans rynni saman við fótatak Rim- bauds, Keats, Lermotovs. Og í Ódauðleik- anum gekk ég enn lengra í því að stefna saman tvennum ólíkum sögulegum tímum. Þegar ég var ungur rithöfundur í Prag var mér meinilla við orðið „kynslóð" sem fór fyrir brjóstið á mér vegna þess að mér fannst einhver hjarðþefur af því. Það var TMM 1992:4 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.