Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 14
ekki fyrr en síðar, í Frakklandi, sem ég fékk á tilfinninguna að ég væri tengdur öðrum, en það var þegar ég las Terra Nostra eftir Carlos Fuentes. Hvemig má það vera að maður frá annarri heimsálfu, með ólíkan feril og menningarbakgrunn, sé að brjóta heilann um sama fagurfræðilega vandamál- ið, að láta skáldsögu gerast á mismunandi tímasviðum, heilabrot sem ég hafði í ein- feldni minni fram til þessa haldið að ég væri einn um? Vonlaust er að skilja til hlítar hvað terra nostra er, terra nostra Mexíkó, án þess að lúta yfir tímans bmnn. Ekki sem sagnfræð- ingur að lesa þar atburðina eins og þeir áttu sér stað í réttri tímaröð, heldur til að spyrja sig: hver er í augum manns hin samþjapp- aða verund hinnar mexíkönsku terral Fu- entes handsamaði þessa vemnd í formi skáldsögu-draums þar sem fjölmörg tíma- skeið skarast í einhvers konar ljóðrænni og fagurskreyttri yfir-sögu; þannig skapaði hann eitthvað sem erfitt er að lýsa, og alltént eitthvað sem aldrei hefur fyrr sést í bók- menntunum. Síðast fann ég til þessa sama dulda fagur- fræðilega skyldleika þegar ég las Veislu í Feneyjum [1991] eftir Sollers, þessa undar- legu skáldsögu sem gerist öll á okkar tímum og er frá upphafi til enda lofsöngur til Wat- teau, Cézanne, Monets, Tiziano Vecellio, Picasso, Stendhals, skrifa þeirra og listar. Og þar á milli koma svo Söngvar Satans sem birta flókna sjálfsvitund Indverja undir miklum evrópskum áhrifum; terra non nostra\ terrae non nostrae', terraeperditae', skáldsagan skoðarþessa tvístruðu sjálfsvit- und á mismunandi stöðum á hnettinum í því skyni að reyna að handsama hana: í Lond- on, í Bombay, í þorpi í Pakistan, og loks í Asíu á sjöundu öld. Það veldur höfundinum ákveðnum tækni- legum vandamálum að láta sögu gerast á mismunandi tímasviðum. Hvemig er hægt að tengja þetta allt saman og skapa heildstæða skáldsögu? Fuentes og Rushdie fundu yfimáttúruleg- ar lausnir. Persónur Fuentes fara frá einu tímabili til annars og endurholdgast þannig í sjálfum sér. Hjá Rushdie er það persóna Gibreels Farishta sem axlar yfimáttúmlegu tengslin með því að breytast í erkiengilinn Gibreel, sem aftur á móti verður boðberi Magúns (sem er skáldsögulegt tilbrigði við Múhameð). Hjá Sollers og mér er ekkert yfimáttúru- legt við þessi tengsl. Hjá Sollers skoða pers- ónurnar málverk og lesa bækur sem gegna hlutverki glugga sem veit til fortíðar. í mín- um skáldsögum kallast fortíð og nútíð á í gegnum endurtekin þemu og minni. Er hægt að skýra þennan fagurfræðilega skyldleika (sem enginn sér og enginn getur séð) með gagnkvæmum áhrifum? Nei. Með áhrifum sem við höfum allir orðið fyrir? Ég sé ekki hver þau ættu að vera. Eða þá, höfum við andað að okkur sama sögulega andrúmsloftinu? Getur verið að eitthvað í sjálfu eðli skáldsögunnar geri það að verk- um að við stöndum frammi fyrir einu og sama verkefninu? Saga skáldsögunnar sem hefnd gegn mannkynssögunni Sagan. Geta menn ennþá lotið þessu valdi sem komið er að fótum fram? Það sem ég segi er aðeins persónuleg játning. Sem skáldsagnahöfundi hefur mér alltaf fundist ég vera hluti af sögunni, jafnvel í henni miðri, í samræðu við forvera mína og jafn- vel hugsanlega (en þó síður) í samræðu við 12 TMM 1992:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.