Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 17
Ég minnist þess þegar ég var að lesa Jakob örlagatrúaðœ, ég var heillaður af því hvað bókin var djörf, auðug og fjölbreytileg að innihaldi, þar sem hugleiðing stendur við hliðina á söguinnskoti, þar sem hver frásögnin er eins og rammi utan um aðra frásögn, heillaður af því hversu frjálslega var farið með allar byggingarreglur og hvemig allar reglur um einingu frásagnar- innar voru látnar lönd og leið, hugsaði ég með mér: Og hvað ef maður tæki þennan snilldarlega spuna, þessi stórkostlega auð- ugu form, og raðaði þeim upp í hárfína byggingu! Myndi skáldsagan missa töfra frelsisins við þetta? Myndu hinir leikrænu eiginleikar hans tapast? Hvað er annars leikur? Allir leikir byggjast á ákveðnum reglum, og ieikurinn er þeim mun meiri leikur sem reglumar eru strangari. Öfugt við skákmann semur listamaðurinn sjálfur leikreglur handa sér; semsagt, í hvom til- fell inu er hann frjálsari ? Þegar hann spinnur upp án reglna? Eða þegar hann býr til sitt eigið reglukerfi? Að breyta stórkostlega auðugum fjöl- breytileika í hárfína byggingu: það felur í sér annars konar byggingarvandamál en þeir Balzac og Dostojevskí áttu við að etja. Dæmi: þriðja bindi Svefngenglanna eftir Broch sem er „fjölradda“ flæði samsett úr fimm „röddum“, fimm algerlega sjálfstæð- um línum. Þessar línur tengjast hvorki í sameiginlegri atburðarás né persónum og eru gerólíkar að formi til (essei, ljóð, smá- saga, skáldsaga, frásögn fréttamanns). Hin- ir áttatíu og átta kaflar bókarinnar skiptast á þennan sérkennilega hátt milli línanna: A-A-A-B-A-B-A-C-A-A-D-E-C-A-B-D -C-D-A-E-A-A-B-E-C-A-D-B-B-A-E-A -A-E-A-B-D-C-B-B-D-A-B-E-A-A-B-A -D-A-C-B-D-A-E-B-A-D-A-B-D-E-A-C -A-D-D-B-A-A-C-D-E-B-A-B-D-B-A-B -A-A-D-A-A-D-D-E. Hvað varð til þess að Broch kaus þessa röð en ekki einhverja aðra? Hvað varð til þess að hann tók einmitt upp línu B í fjórða kaflanum en ekki C eða D? Ekkert í fram- vindu frásagnarinnar eða þróun persón- anna, því frásagnir línanna fimm skerast aldrei. Hann var með annað í huga: töfra þess að stilla óvænt saman ólíkum formum (ljóði, frásögn, orðskviðum, heimspekileg- um hugleiðingum); andstæður ólíkra til- finninga sem ríkja í mismunandi köflum; mjög mismunandi langa kafla; og loks var hann að velta fyrir sér sömu tilvistarspum- ingunum sem endurspeglast í línunum fimm eins og í fimm speglum. Úr því að ekkert skárra býðst, skulum við kalla þessar ástæður tónrænar, og drögum eftirfarandi ályktun: nítjánda öldin þróaði byggingar- listina í skáldsögunni, en okkar öld hefur fært okkur hið tónræna í henni. Söngvar Satans byggjast á þremur meira og minna sjálfstæðum línum: A: lífum þeirra Saladins Chamcha og Gibreels Far- ishta, nútíma Indverja sem eru með annan fótinn í Lundúnum og hinn í Bombay; B: sögunni úr Kóraninum þar sem greint er frá upphafi Islams; C: Mekkagöngu þorpsbú- anna yfir hafið sem þeir halda að þeir kom- ist yfir þurrum fótum en drukkna þar þess í stað. Línunum þremur er raðað saman í hlut- unum níu á eftirfarandi hátt: A-B-A-C-A- B-A-C-A (í þessu sambandi: í tónlist er slík uppröðun kölluð rondó: aðalþemað kemur fyrir með reglulegu millibili og skiptist á við nokkur undirþemu). Hrynjandi verksins í heild er þessi (ég set blaðsíðufjöldann nokkurn veginn eins og hann er í frönsku útgáfunni innan sviga): A TMM 1992:4 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.