Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 23
og hið miðevrópska ævintýri hennar með þeim Kafka, Musil, Broch og Gombrowicz. Ef Evrópa væri aðeins ein þjóð, efast ég um að saga skáldsögu hennar hefði getað haldið slíkum lífsþrótti, slíkum krafti og slíkri fjölbreytni um fjögurra alda skeið. Það eru sífellt nýjar kringumstæður (með nýjum tilvistarspumingum) í Frakklandi, Rússlandi, og síðan í Skandínavíu og í Mið- Evrópu sem ýttu aftur við list skáldsögunn- ar, færðu henni nýjan innblástur, opnuðu henni nýjar leiðir. Rétt eins og saga skáld- sögunnar vekti hina mismunand hiuta Evr- ópu upp af svefni á leið sinni frá einum þeirra til annars, áréttaði sérstöðu þeirra hvers um sig og lagaði þá um leið að sam- eiginlegum evrópskum hugsunarhætti. Það er fyrst á þessari öld sem hið mikla frumkvæði í sögu evrópsku skáldsögunnar er tekið utan Evrópu: í Norður-Ameríku á ijórða áratug aldarinnar, og síðar meir í Suður-Ameríku. Eftir að hafa notið listar Patricks Chamoiseau, frönskumælandi skáldsagnahöfundar ffá Vestur-Indíum, og þvínæst listar Rushdie, kýs ég að tala al- mennt um skáldsöguna sunnan þrítugasta og fimmta breiddarbaugs, um hina suð- rœnu skáldsögu: nýja, háþróaða skáld- sagnamenningu sem einkennist af alveg sérstöku veruleikaskyni sem er um leið tengt taumlausu ímyndunarafli sem spreng- ir af sér ramma raunveruleikans. Allt þetta ímyndunarafl heillar mig án þess að ég viti fyllilega hvaðan það er ættað. Frá Kafka? Eflaust. Á okkar öld er það hann sem gerði hið óraunverulega gjaldgengt í list skáldsögunnar. Þó er ímyndunarafl Kafka alls ólíkt ímyndunarafli Rushdie eða Marquez (Hundrað ára einsemd); þetta ólgandi ímyndunarafl virðist standa djúp- um rótum í hinni afar sérstöku menningu suðrænna landa; til dæmis í þeim bók- menntum sem varðveist hafa í munnlegri geymd og lifa góðu lífi enn þann dag í dag (Chamoiseau segist vera einn hinna kre- ólsku sögumanna) eða, hvað Suður-Amer- íku varðar, í barokkinu, sem, eins og Fuentes minnir gjama á, er miklu skraut- legra, „villtara“ en í Evrópu. Eða þá annar lykill: skáldsagan er orðin suðrœn. Ég er hrifinn af því hvemig Rush- die lætur hugann reika: Farishta svífur yfir London og langar að gera þessa kuldalegu borg „suðrænni“: hann dregur saman helstu kosti þess að gera hana suðrænni: „. . . þjóðin tæki sér miðdegishvíld sem fasta reglu ... nýir fuglar kæmu í trén (ampáfar, páfagaukar, kakadúar), ný tré yxu handa fuglunum að sitja í (kókospálmar, tamar- indtré, fíkjutré með slútandi rótaröngum) . . . það yrði meiri trúarhiti, meiri pólitísk gerjun .... vinir fæm að krkja í heimsókn án þess að gera boð á undan sér, elliheimil- um yrði lokað, lögð yrði áhersla á stórfjöl- skyldur, borðaður yrði kryddsterkari matur . . . Ókostir: kólera, taugaveiki, hermanna- veiki, kakkalakkar, ryk, hávaði, menning óhófsins.“ (Menning óhófsins, það er ágætt hugtak; tilhneiging evrópsku skáldsögunnar á síð- ustu stigum módemismans: daglegt líf tog- að og teygt eins og hægt var; hárfín greining á gráum hversdagsleika innan um gráan hversdagsleika; skáldsagan utan Evrópu: samansafn hinna ótrúlegustu tilviljana; litir á liti ofan. Hætta: leiðindi í allri grámósk- unni í Evrópu, einhæfni í öllu skrautinu utan Evrópu.) Enda þótt skáldsögur þær sem skrifaðar hafa verið neðan þrítugasta og fimmta breiddarbaugsins komi Evrópubúum eilítið spánskt fyrir sjónir, em þær framhald af TMM 1992:4 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.