Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 28
átti sér stutt blómaskeið upp úr stríðslokum
þegar hann naut góðs af þátttöku sinni í
andspymuhreyfingu gegn þýsku hemámi
— og síðan ekki söguna meir. Slík safnað-
armyndun lét á sér standa, þótt vissulega
væru til hér á landi sem annarsstaðar menn
langt til vinstri í litrófinu, sem helst vildu
passa það eitt að hafa ámna (kenninguna)
hreina, og létu sér í léttu rúmi liggja þótt
hinir „hreinu“ væm fáir saman komnir utan
um þann stórasannleika sem þeir ættu út af
fyrir sig.
Trú og trúarþörf
Ekki svo að skilja: trúin á „sovésku tilraun-
ina“ svonefndu reis stundum hátt. Eða eins
og Halldór Laxness komst að orði í minn-
ingarorðum um ágætan samferðamann
sinn, Halldór rithöfund Stefánsson:
A hans blómaskeiði var því trúað af
mörgum að von snauðra manna heims-
ins byggi í bjarnarhúðinni rússnesku eft-
ir að búið væri að snúa holdrosanum út
í byltingunni. Mikil bjartsýni var með
mönnum góðs vilja víða um heim og
mikil freisting að álykta flott.
Þetta er ekki nema satt og rétt: margir menn
„góðs vilja“ og þá skáld og menningarvitar
jafnvel enn fremur en stjómmálamenn,
tengdu vonir snauðra manna heimsins við
rússnesku byltinguna — ekki síst á fjórða
áratugnum. Ástæðumar muna margir:
menn voru þá að leita sér að bandamanni
gegn þeim fjanda sem þótti öllum verstur,
nasisma Hitlers. Auk þess var mikil kreppa
og óáran á Vesturlöndum og þótti stinga í
stúf við bjartsýnar stórframkvæmdir sem
Rússar fítjuðu þá upp á. Og á fimmta ára-
tugnum — eftir heimsófriðinn síðari —
fékk sovétkommúnisminn aukreitis lyft-
ingu í almenningsálitinu út á það, að hafa
átt drjúgan þátt í sigrinum yfír fasismanum.
Það er í sjálfu sér ekki að undra þótt menn
hafi freistast til „að álykta flott“.
Um leið skyldi enginn gera lítið úr skað-
semi Sovéttrúar, bæði meðan hún stóð með
blóma og eftir að hún fór að dala. Sovéttrúin
var tvíbent. Hún gat fyrst blásið mönnum
inn orku og hugrekki í stéttastríðinu og
lífsstríðinu (það getur öll trú — vegna þess
að hún gefur mönnum tilgang í lífinu og
mannkynssögunni fyrirsjáanleg stefnu-
mið). En innan tíðar varð hún ýmsum ein-
dregnum trúmönnum það kommaópíum
sem í raun lamar „góðan vilja“ en styrkir
hann ekki. Menn ánetjast biðhyggju sem
ítalir kalla svo (attendismo), þeir telja varla
ómaksins vert að kanna sitt samfélag og
gera síðan eitthvað þarft í málunum, því
mátti öllu slá á frest fram á dýrðardaginn
þegar Byltingin kemur og setur allt á réttan
stað. Þetta er sú sovéttrú sem er enginn
stórglæpur vegna þess að hún er verst fyrir
þá menn sjálfa sem voru þungt haldnir af
henni. Einkum lék hún þá grátt sem fram í
rauðan dauðan neituðu að taka mark á því
upplýsingaflóði um Stalíntíma og Gúlagið
og fleira sem smám saman reif sundur það
leyndardómanet sem Sovétríkin vildu um
sig sveipa.
Hinn angi þessarar trúar var miklu verri:
hann var sá sem vildi gera það að einskonar
mælikvarða á það hvort menn væru sósí-
alistar og dugandi vinstrimenn eða ekki,
hvort þeir hefðu „réttan“ skilning á Sovét-
ríkjunum og þeirra umsvifum. Með öðrum
orðum: slíkir menn haga sér í pólitík eftir
þeirri formúlu að það sé jafnaðarmerki milli
sósíalisma og Sovétríkjanna. Hér er um að
ræða ótvírætt pólitískt afbrot, sanna sök:
26
TMM 1992:4