Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 40
2) heyrn (vegna veðurhljóða, dýrahljóða
o.þ.h.) og/eða
3) tilfinningaleg viðbrögð (myrkfælni,
skyndilegan ótta, hroll um hryggsúlu, verk
fyrir bijósti o.s.frv.).2
Túlkun slíkra skynhrifa byggir sam-
kvæmt sálfræðinni á þeim hugmyndaheimi
sem einstaklingurinn hfir og hrærist í.
Dæmisaga Platons, um mennina sem sátu
bundnir með bakið í hellismunnann og sáu
einungis skuggamyndir á vegg, gefur
nokkra innsýn í það sem við er að eiga.
Þeirra heimur var veröld flöktandi skugga
og þeir hefðu aldrei getað dregið „réttar“
ályktanir af því sem fyrir augu bar.
En hvað eru þá „réttar“ ályktanir? Sá sem
fellir skynjun sína að þeirri heimsmynd sem
hann hefur, dregur eðlilega ályktun, enda
þótt ályktun hans sé röng út frá öðrum
sjónarhóli. Hann er trúr sínurn hugarheimi
og þeim forsendum sem honum eru gefnar.
Andleg hremming og „galdrafár"
Jón Magnússon, varð fyrir margvíslegum
skynhrifum sem hann túlkaði sem djöful-
legar ásóknir. Sé litið til annarra Evrópu-
landa á sama tíma og Jón Magnússon
engdist undan ásóknum djöfulsins kemur í
ljós að upplifun hans var ekkert einsdæmi.
Breski fræðimaðurinn Hugh Trevor-Roper
sem hefur fjallað ítarlega um galdraofsókn-
imar í Evrópu, gefur nokkuð góða mynd af
þeim hugarheimi sem bæði kirkjunnar
menn og aðrir, hrærðust í á þeim tíma sem
galdramálin stóðu yfir. Hann spyr sig meðal
annars að því hversvegna fjöldi meintra
galdramanna játaði á sig gríðarlegar orgíur
með djöflum og púkum, oft að því er virtist
án þess að tangir eða önnur pyntingartæki
kæmu við sögu. Hann segir:
Þá beindi geðveilt fólk og móðursjúkt í öllum
kristnum löndum ofskynjunum sínum að per-
sónu djöfulsins, rétt eins og dýrlingar og dul-
hyggjumenn beindu sínum að guði eða Kristi.
Þannig voru hinar frómu meyjar, sem vígt
höfðu líf sitt guði, í eigin reynslu brúðir
Krists; en hinum miður frómu nomum, sem
unnið höfðu djöflinum eiða, fannst þær vera
hjákonur hans. Þær frómu, svo sem heilög
Teresa eða frú Guyon, urðu frá sér numdar í
eldlegri sælu, sem smó um þær gegnum merg
og bein, þegar þær þrýstu sér að andlegum
líkama frelsara síns. Hinar ófrómu, Francoise
Fontaine og hundruð annarra, sem stóðu í
sömu sporum fyrir dómurunum, höfðu engzt
án sælu undirfargi svartskeggsins mikla, sem
„otaði frá lendum sér ófögnuði nokkrum,
köldum sem ís . . .“ Sálsýkisreynsla hinna
fyrmefndu varð háleitur vitnisburður í guð-
fræði kirkjufeðranna, og jafnvel voru þær
teknar í heilagra manna tölu; en sálsýki hinna
síðamefndu féll á miður hentugan veg... þær
gátu endað á bálinu.)3
Lýsingar síra Jóns Magnússonar á því
hvemig djöfulskrafturinn smýgur um æðar
hans og rænir hann öllu þreki eru að mörgu
leyti sambærilegar við þá trúarreynslu sem
Trevor-Roper gerir hér að umtalsefni.
Fjálgleg frásögn hans af krankleika sínum
gefur ágæta innsýn í andlegt og líkamlegt
ástand Islendings við þær veraldlegu- og
menningarlegu aðstæður sem ríktu hér frá
miðbiki 17. aldar og ffam á þá átjándu.
Menn hafa drjúgum gengið í smiðju geð-
læknisfræðanna í leit að skýringum á því
sem gerðist í galdrafárinu. Margar þær frá-
sagnir sem til eru af játningum meintra
galdrakinda sem og líðan þeirra er töldu sig
hafa orðið fyrir barðinu á þeim, gefa enda
fullt tilefni til sálskýringa. Líkt og Trevor-
Roper hafa fræðimenn hallast að kenning-
um um sefasýkisfaraldra (hysteríu) sem
gripið hafi um sig í samfélögum stórum og
smáum.4 Sömuleiðis hafa verið leiddar lflc-
j
38
TMM 1992:4