Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 41
ur að einstaklingsbundinni sálsýki bæði
ákærðra og sækjenda í vissum tilfellum.
í inngangi sínum að Píslarsögu síra Jóns
Magnússonar heldur Sigurður Nordal því
fram að trúarlíf síra Jóns hafi verið mjög
sérstætt. Maðurinn hafi þanið næmi sitt til
hins ýtrasta svo nálgaðist trúarlega full-
komnun. Þegar slíkt trúamæmi fer saman
við erfið ytri skilyrði er hætta á ferðum.
Ætla má að einangrun sveitaprestsins, hörð
lífsbarátta og smæð samfélagsins hafi kall-
að ffam bælda togstreitu, jafnvel hatur á
guði sem manninum er þó ómögulegt að
viðurkenna og getur jafnvel ekki skýrt án
þess að leita út fyrir sjálfan sig og fmna
sökudólg. Bænastagl síra Jóns og trúarklif-
un em skýr sefjunareinkenni. Hann virðist
á stundum líta svo á að honum hafi verið
varpað frá augliti Guðs í hendur djöfulsins
og fær ekki skilið hversvegna. Sá mögu-
leiki að hann sé óverðugur guðsþjónn,
ásækir hann stöðugt og magnar upp vanlíð-
an hans:
... þegar hjartað varð ekki einasta uppþurrkað
öllum vökva nokkurrar náðar hjá Guði, held-
ur og einninn stálsett, svo að hveminn sem eg
vildi bera mig að að andvarpa eða eftir leita,
þá veittist mér ekki hugarhægð hin minnsta,
— sem eg væri frá Guði aldeilis útflæmdur
og burtkastaður, svo mér virtust allar skepnur
við mig í fullum fjandskap, svo að djöfullinn
vildi mér til þess koma að tilbiðja sig, en lasta
drottinn, fyrst mér veittist engin hjálp af hön-
um. (27)
Djöfulleg ásókn
En lítum þá nánar á það hvemig píslimar
heija á séra Jón.
Oftar en ekki er þess getið að hann heyrir
innri raddir (54), eða að honum detmr
„svoddan þanki í hug“ (52) eins og hann
orðar það:
Þar með inniféllu mér undarlegir, óhreinir og
vondir þankar, móti hverjum ég í fyrstunni
gleymdi að stríða með bæn og andvörpum til
drottins. (54)
Eitt helsta einkenni svokallaðs geðklofa
(schizophreniu) er einmitt það þegar fólk
tekur að heyra „raddir“ sem segja því fyrir
verkum. Síðara stig sjúkdómsins og öllu
alvarlegra er þegar sjúklingurinn fer að
hlýða þessum röddum.
Sú spuming hefur gerst áleitin hvort séra
Jón Magnússon hafi í raun þjáðst af geð-
klofa, vegnaþess að margt í píslarsögu hans
gefur til kynna að einmitt þannig hafi verið
komið fyrir honum. Ottar Guðmundsson,
læknir hefur sett fram þá skoðun og segir
að flestir nútímalæknar hefðu látið klerkinn
fá geðlyf til þess að slá á hugmyndir hans
og skynvillur.5
Síra Jón var mikill trúmaður og mjög
leitandi, eins og glöggt má sjá af þessu riti
hans. Hann á í innri átökum milli góðs og
ills; þess sem rétt er og rangt. Átökin í sál
síra Jóns birtast til dæmis þannig:
Mjög þrálega var eg undirlagður mikilli fýlu
og andstyggð, eftir andanum að tala, svo að
Guðs heilaga orð varð í mínum huga (sjálfum
mér viðbjóðslega) afbakað og til guðlastanar
kreist og troðið, svo eg varð stundum önnur
orð í samri meiningu að finna, en hinum, sem
afbökuðust og rangfærðust, frá að víkja, svo
eg skyldi ekki þeirri andstyggð mína aumu sál
ofhlaða.(28)
En það er ekki nóg með að Jón haft átt í innri
baráttu heldur varð hann fyrir líkamlegum
skynjunum sem honum var ofraun að túlka
á annan hátt en trúarlegan og tilfmningaleg-
an. Og það gerðist einmitt á þeim stundum
sem hann var við það að snúa sér til drottins:
TMM 1992:4
39