Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 42
.. . stökk [þá djöfullinn] eins og hundur upp í rúmið og fyrst ofan á fætuma og síðan yfir allan minn líkama með grimmilegri ógn og skelfmg og setti sínar klær, sem með voru að fínna sem glóandi nálar, í minn háls svo hræðilega, eð eg ekki vissi, hvort ég lífí halda mundi eður deyja ... (54, — innsk. óþ.) Við nánari skoðun vekur athygli, að það er ekki aðeins að Jón verði fyrir ásóknum djöfulsins um það leyti sem hann er trúar- lega opinn fyrir guði sínum, heldur einnig og ekki síður þegar hann er staddur í drag- súgi, nálægt glugga í afhýsum eða úti við: En s vo bar við sama sunnudagskvöld, að sum- ir af mínu heimilisfólki minnast þykjast og fullyrða, að mér gagnaðist síður þar að vera [þ.e. í baðstofunni] en í nokkmm öðmm stað innan bæjar, og stundum, er eg þangað gekk, þóttist eg varla mega mig þar niður setja en síst nœst glugganum í mínu vanasæti... Þar í kómum, þeim megin sem það afhúskom stendur, var eg flatur á bæn liggjandi af djöfl- inum undirtroðinn svo sem af ólmum manni, svo að fmna sem af hnjám og hnúum. Og í annað sinn með sama móti liggjandi, blés djöfullinn með skelfilegum hvæsum að mínu hægra eyra, sem að þvísama húskomi horfði, svo mér gagnaðist ekki lengur í þeim stað bæn að gjöra ... (56, — innsk. og leturbr. óþ) Hér er vert að gefa því gaum hver er hinn vanalegi bænastaður síra Jóns: Sætið næst glugganum þeim megin „sem það afhús- kom stendur“. Það má geta nærri hvort ekki hefur nætt vindstrekkingur um klerkinn þar sem hann sat fast við óþéttan gluggann, næst ísköldu afhýsi sem kannski var ekki svo vindþétt heldur. Að þessu verður nánar vikið síðar. En það er ekki aðeins að Jón verði sjálfur fyrir hremmingunum heldur bregður svo undarlega við að heimilisfólkið tekur einn- ig að ftnna fyrir undarlegri líðan. Því er svo lýst: En sú aðferð, sem fólkið umkvartaði, var stundum með fiðringi, dofa, hita og kulda viðbjóðligum, stundum meir en stundum minna. Sumir kvörtuðu um bruna um brjóst- ið, bakið og á ýmsum síðum, sumir um nístingskulda, sumir um slög yfir höfuðið, sumirfyrirbrjóstið, sumir um böggul eða bita í kverkunum, sem færði sig stundum ofan að bijóstinu; sumar persónur voru slegnar í ómegin, sumar því nær. Hér að auki: á næt- umar, hræðilegar fœlur, og að rúmin titruðu og hristust. (59-60, skál. óþ) Harður vindur í hægra eyra Hér er vert að staldra við og hugleiða hvað það raunverulega var sem fólkið fann fyrir. Ef við tökum þessa lýsingu og drögum frá útskýringar Jóns á því hvað olli — hvað stendur þá eftir? Jú, kuldahrollur, svimi, brjóstverkur og særindi í kverkum sem stundum færðu sig ofan að brjóstínu. Yfir- lið að degi til, skjálftí að nóttu til svo gnast í rúmbríkum. I fljótu bragði minna þessar lýsingar mjög á hefðbundin einkenni kvefpesta sem oft fylgja inflúensu. En slíkar pestir herja ein- mitt helst á fólk að haustlagi og í upphafi vetrar. I læknahandbókinni Barnasjúkdóm- ar og slys er sýkingu í öndunarfærum svo lýst að hún „kemur fyrst í nefið, efri hluta kverkanna og aftan við nefgöngin“.6 Sýk- ingin getur borist frá nefi og niður í kok með kyngingarerfiðleikum og sársauka í kverk- um. „Þá getur sýkingin breiðst út frá kok- inu, eftir kokhlustínni og upp til miðeyrans og valdið miðeymabólgu.“ (14) En eyma- bólga sem er algengur fylgikvilli venjulegr- ar kvefpestar getur heijað á fólk hvað eftir annað, „án þess að önnur einkenni fylgi, einkum á vetuma" (20). Lýsingin á því þegar djöfullinn hvæsir í eyra séra Jóns, minnir óneitanlega á einkenni eyrnabólgu: 40 TMM 1992:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.