Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 50
frásagnarlist.5 Ýmsir hafa og viljað tengja hina breyttu frásagnartækni á einn eða ann- an veg breyttum viðhorfum Halldórs til þjóðfélagsmála.6 Helga Kress telur t.d. hvorki Islandsklukkuna né Gerplu til „þjóðfélagslegra“ skáldsagna hans og lítur svo á að jafnframt því sem hann tileinki sér hlutlægni í frásögn breytist viðhorf hans til hlutverks listar í samfélaginu; það sé á 5. áratugnum „ekki lengur bundið við eina stétt manna, heldur mannlíf allt.“6 Nefna má enn að skáldsagan Gerpla, sem út kom 1952, hefur stundum verið túlkuð sem fyrsta saga Halldórs eftir 1930 er ekki lýsti sósíalískum hugmyndum. Sumir hafa litið svo á að með henni yrðu einhvers konar þáttaskil á höfundarferli hans.7 Peter Hall- berg sem manna ítarlegast og best hefur skrifað um tækni í sögum Halldórs, taldi Gerplu lengst af sósíalískt verk en í síðasta yfirlitsriti sínu virðist hann meta hana á nýjan veg og þá í ljósi tækniþróunar í verk- um Halldórs. Hann segir m.a.: í skáldsögum Halldórs frá 4. áratugnum má ... greina skýra þróun til dirfskufyllri stfl- færslu á veruleikanum. Frásagnarlist hans teygir sig smám saman út fyrir landamerki þjóðfélagslegs raunsæis og fær á sig svip- mót ævintýris og goðsögu. Jafnframt leitar höfundur jafnt og þétt á náðir íslenskrar frásagnarhefðar.8 Hallberg skilgreinir ekki hvað hann á við með hugtakinu „þjóðfélagslegt raunsæi“ en gengur sýnilega út frá að slíkt raunsæi sé rígbundið tiltekinni tækni, nái t.d. ekki til dirfskufullrar stflfærslu og geti hvorki nýtt sér ævintýri né goðsögu. í samræmi við það lítur hann svo á að síaukinn áhugi Halldórs á menningararfinum tengist för hans yfir óskilgreind „landamæri“ þessa raunsæis, og kemst svo að orði um Gerplu: Því má velta fyrir sér hvort val yrkisefna í Gerplu og þó umfram allt hin mikla áhersla sem lögð er á hið listræna og fomyrta mál bókarinnarberi vott um breytt viðhorf, eins konar vegvísir burt frá róttækri þjóðfélags- gagnrýni.“9 Ég er ósammála þeirri hugmynd Hallbergs að fomt efni, listræn vandvirkni og fymska í máli skáldsögu sem er paródía, samin út af fomum sögum, fái ekki samræmst rót- tækri þjóðfélagsgagnrýni. En þar eð ég hef lýst hugmyndum mínum um Gerplu annars staðar, hyggst ég ekki fjölyrða um þær.10 Ég vil aðeins nefna að ég hef reynt að leiða rök að því, ekki síst með rannsókn á tækni Gerplu að hún sé ekki aleinasta sósíalískt verk heldur sú saga Halldórs er beri skýmst marxísk einkenni. I samræmi við það er ég og þeirrar skoðunar að skilin á höfundarferli hans séu ekki í Gerplu heldur síðar, þ.e.a.s. í Paradísar- heimt. En einmitt af því að mat á frásagnar- tækni Halldórs leiðir fólk til jafn ólíkra ályktana og raun ber vitni, er fróðlegt að velta fyrir sér viðhorfum hans til bók- mennta frá upphafi heimstyrjaldarinnar síðari og fram undir það að hann fær Nób- elsverðlaunin, og huga þá jafnframt að því hvaða rætur tæknibreytingar í verkum hans eiga sér. Nokkrar skýringartilgátur Á fyrri hluta 3. áratugarins hafði Halldór ekki í hyggju að setjast að á íslandi. Hann lagði sig í líma við að vera heimsborgari, var á kafi í sálfræðilegu skáldsögunni og taldi sig ekkert geta lært af fomum íslensk- um sagnameisturum. Hann sagðist ekki hafa haft „öllu óskemtilegra rit milli handa en Heimskrínglu" Snorra Sturlusonar, 48 TMM 1992:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.