Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 54
Mitt í auðlegð lífsins og með framsetningu
sinni á þessari sömu auðlegð, lýsir skáld-
sagan djúpu ráðleysi hins lifandi manns.
Þegar menn hafa reynt aftur og aftur í ald-
anna rás að setja sig í kennarastellingar í
skáldsögunni, hafa tilraunimar jafnan
stefnt að breytingu skáldsagnaformsins
sjálfs.24
í greinum og skáldverkum Halldórs á
fimmta áratugnum má ftnna margvíslegan
vitnisburð um að glíma hans við skáldsögu-
formið snýst fyrst og fremst um að koma í
veg fyrir að rithöfundurinn einangrist og
verk hans vitni um ráðleysi af því tagi sem
Benjamin lýsir. Lítum á fáein dæmi.
í viðtali við Þjóðviljann árið 1944 talar
Halldór af nokkurri fyrirlitningu um „and-
lægar“, þ.e.a.s. súbjektífar, skáldsögur, en
til þeirra telur hann flestar nútímaskáldsög-
ur. Andlægu sálarfræðina segir hann svo
ekki annað en „eftirhreytur af trúarheim-
speki" þar sem hlutirnir gerist „í „sálar-
fylgsnum" manna, á einhverjum dulrænum
sviðum.“27 í Atómstöðinni sem kemur út
fjórum árum síðar birtist svo hið dæmi-
gerða ráðþrota nútímaskáld sem er svo upp-
tekið af eigin örvilnan að það getur ekki
miðlað áheyrendum nokkurri reynslu sem
þeim megi koma að gagni, heldur þylur yfir
þeim romsur af þessu tagi „ó tata bomma,
tomba ata mamma, ó tomma at.“26 Loks má
nefna að 1950 skrifar Halldór „Skáldskap-
arhugleiðíngar“ fyrir tímaritið Lífog list þar
sem hann lýsir óánægju sinni með ljóð ung-
skáldanna sem honum finnst gamaldags
sífur og minna hann frekast á gamla karar-
kerlingu sem hann þekkti eitt sinn og taut-
aði sífellt fyrir munni sér:
,JE vonandi fer þetta nú að styttast fyrir
mér; æ fer ég nú ekki bráðum að skilja við;
æ það vildi ég nú að ég færi að fá blessaða
hvíldina."27
í þessum hugleiðingum sínum mælir Hall-
dór reyndar gegn angistarskáldskap aldar-
innar í heilu lagi, og lætur sig hafa það að
líkja hugblæ í verkum Kafka og Rilke við
„mér-fannst-ég-finna-til-hefðina“, þ.e.a.s.
harmljóðin sem voru í tísku á unglingsárum
hans sjálfs. Svo mikið er honum í mun að
skáldskapurinn sé ekki „tómur einkamála-
skáldskapur heldur eitthvað sem almenn-
íngur“ vill „eigna sér“, eins og hann orðar
það á öðrum stað.28
En hér er það einmitt sem menningararf-
urinn kemur til sögunnar.
Að hrífa í 600 ár
„VÖluspá, Njála, Passíusálmar og ljóð Jón-
asar Hallgrímssonar eru ekki bækur nema í
þrengsta skilningi,“ segir Halldór og hefur
þá greinilega í huga áþekk atriði og Benja-
min er hann fjallar um munnlegu frásögn-
ina, þ.e. að styrkur bókmennta fyrri alda
felist ekki síst í því að þær miðli reynslu
samtíðar sinnar og séu í lifandi tengslum
við þá sem listina skulu nema. En hvemig
fara þær að því? Það er sú spuming sem
brennur á Halldóri á þessum tíma og á
fimmta áratugnum leitar hann í vaxandi
mæli á vit bókmenntaarfleifðarinnar, af því
að hún opnar honum nýjar leiðir að hug og
hjarta lesenda, leiðir sem eru t.d. fjarri sál-
fræðilegum skáldsögum.
í Þjóðviljaviðtalinu sem ég vitnaði til hér
fyrr lýsir Halldór þróun skáldsagnagerðar á
síðustu tveimur öldum svo, að fyrir hundr-
að ámm hafi viðkvæmnin verið tíska en nú
sé í stað hennar komin ranghverfa hennar
og neitun, þ.e. kaldhæðnin. Sjálfur segist
52
TMM 1992:4