Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 56
anna leitar Halldór, ekki af því að hann sé
að hverfa frá róttækri þjóðfélagsgagnrýni,
heldur af því að hann vill finna skáldsög-
unni nýjan og beinskeyttari búning; hann
vill læra þær aðferðir sem hrífa, t.d. í sex-
hundruð ár!
Atómstöðin
Meðan íslandsklukkan staðfestir sem há-
epískt verk að Halldór er tekinn til við að
nýta sér bókmenntaarfinn við endurskoðun
á formi skáldsögunnar, þá m.a. með því að
skipa hinum ytra atburði og myndrænum
lýsingum í öndvegi, endurspeglar Atóm-
stöðin, sem birtist 1947, með öðrum hætti
afstöðu hans til arfsins og glímu hans við
skáldsöguna á 5. áratugnum.37 í ritdómi um
Atómstöðina 1948 segir Jakob Benedikts-
son að bókin sé „mynd sem er máluð sterk-
um litum nútímalistar“ og tækni hennar sé
„í ætt við kvikmynd“ þar eð atburðum sé
ekki lýst í óslitinni röð.38 Undir þau orð
Jakobs skal hér tekið enda vitna t.d. hin tíðu
sviðskipti í bókinni og sífellt rof frásagnar-
innar sýnilega um klippitækni (montage-
tækni) sem Halldór nýtir seinna í enn ríkari
mæli í Gerplu — og er reyndar ekki aðeins
einkenni kvikmynda heldur og fornra ís-
lenskra sagna.39 En það er kanski ekki
klippitæknin ein og stök sem mestu varðar
íAtómstöðinni, heldur hitt hvemig sagan öll
felur í sér sjálfstæða nútímalega úrvinnslu
úr menningararfleifðinni, sýnir ótvíræða
kosti hennar í ákveðnum atriðum en setur
um leið á oddinn að: „Það er skammgóður
vermir að lifa á arfi.“40 Andspænis nútíma-
skáldinu örvilnaða sem ég minntist á hér að
framan stendur sögumaðurinn Ugla, sem er
að reyna að finna sínar eigin leiðir í lífínu,
þ. á m. í tjáningarhætti, og fólkið í heima-
högum hennar, í Eystridal, sem lifir enn
með hinni fomu frásagnarhefð og í anda
hennar. Ugla gemr ekki sagt sína sögu með
aðferðum hinnar fomu sagnalistar þar sem
sú regla gildir t.d. að „ættir manns má rekja
en hug sinn aldrei.“41 Hún verður að skapa
sér nýja aðferð þar sem hún, í samhljómi
við tímana sem hún lifir á, vinnur úr þeirri
aðferð sem hún er alin upp við. Eða m.ö.o.
frásagnartækni fyrri alda nýtist ekki nú-
tímamönnum nema í krafti endursköpunar
og nýsköpunar.
í Atómstöðinni birtast hins vegar kostir
sagnahefðarinnar sem vænta mátti m.a. í
afstöðunni til áheyrenda og yrkisefnis.
Meðan atómskáldið er ófært að tjá reynslu
sína svo að hún nýtist öðmm, hafa fomsög-
umar slík áhrif á bænduma í Eystridal, að
þeir hrærast í heimi þeirra og em eitt með
hetjum þeirra. Reyndar er líf bændanna
með fornsögunni tvíbent — þeir líta á sam-
tímastjómmál sem eina „tegund fomsögu“,
lifa í fátækt og gera ekkert til að breyta
aðstæðum sínum.42 Á framboðsfundi fyrir
kosningar skilja þeir alla frambjóðendur og
fyrirgefa þeim öllum nema „kommúnistan-
um“ sem vekur athygli á bágum kjömm
þeirra 43
Höfðu þeir hann gmnaðan um að vilja
gánga í lið með þeim fenrisúlfi bundnum í
sjálfum þeim sem hafði í heitíngum að rífa
af þeim hið álímda skegg fomsögunnar,
svipta þá ósýnilegum hjörvi kappans og
dittó knerri þess víkings sem hleypur
fjallshlíð eftir rollu og
spyr Ugla, og vekur athygli á að hetjumar
sem bændurnir eru eitt með, birta draum og
óskir, blekkingu og tálsýn. í raun hefur
íslensk alþýða aldrei átt neitt skylt við hetj-
spreingmóður upp
aldrei leit haf?4
54 TMM 1992:4
j