Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 59
fomsögumar orðið „innri veruleiki“ les-
enda sinna að þær héldu „tryggð við ákveð-
inn veruleika", veruleikann á tíma
„söguhöfundar“, sem í mörgum atriðum
varð vemleiki næstu alda. En þær héldu
ekki endilega tryggð við ytri form þessa
veruleika heldur hræringamar að baki ytra
byrðinu; þær stefndu ekki að nákvæmri eft-
irlíkingu einstakra þátta vemleikans en
spegluðu þess í stað meginsamfélagshrær-
ingar síns tíma og þrána og harminn sem af
þeim spmttu.
Allur fyrirlestur Halldórs ber vitni um að
hann hefur þungar áhyggjur af að skáld og
rithöfundar í borgaralegum þjóðfélögum
samtímans nái ekki lengur eyrum almenn-
ings. Hann leitar skýringa t.d. í samfélags-
gerðinni, stéttskiptingunni og „hinni
vélgeingu siðmenníngu“ en kallar ekki síst
skáld og rithöfunda til ábyrgðar: uppgjöf
þeirra og veruleikaflótti stuðla að því að á
milli þeirra og lesenda verður slík gjá að
alþýða manna „fer í vandræðum sínum að
hlusta á stjómmálamenn" og „sjálfir orðs-
ins menn, skáldin standa uppi með öllu
lesendalausir í heiminum.“59 Fornsögumar
eru honum hins vegar talandi dæmi um hið
gagnstæða. Höfundar þeirra leggja slíka
rækt við íslensk vandamál að tuttugu kyn-
slóðir Islendinga sækja á vit þeirra.
En nú er kanski ástæða til að spyija —
hvemig koma skrif Halldórs um bókmennt-
ir og tæknibreytingar í verkum hans á því
skeiði sem hér um ræðir heim og saman við
strauma og stefnur í bókmenntum Evrópu?
Eg fæ ekki betur séð en Halldór sé á áþekk-
um brautum og ýmsir Þjóðveijar, samtíma-
menn hans, þá ekki síst róttæklingar eins og
marxistinn Bertolt Brecht. Og ég ætla að
skjóta því að, þó að ég sé enn ekki komin
svo langt í athugunum mínum að ég geti
fjölyrt um það, að ég held að þýsk áhrif séu
kanski meiri í verkum Halldórs en menn
hafa gert ráð fyrir, og vil ég þá sérstaklega
nefna myndsköpun hans, þýska ex-
pressjónismann og menn eins og meistara
Döblin. En nóg um það. Umfjöllun Hall-
dórs um raunsæi ber þess skýr merki að
hann hefur fylgst grannt með deilunum um
expressjónismann og raunsæið; þannig er
t.d. Ijóst að í „Vandamálum skáldskapar á
vorum dögum“ er hann að mæla gegn ýms-
um þáttum í raunsæisskilgreiningu Georgs
Lukács og kemst að áþekkri niðurstöðu og
ýmsir þýskir starfsbræður hans.60 Ljóst er
og að hann þekkir þýsku kvikmyndaskáld-
söguna þegar á 4. áratugnum því að 1935
nefnir hann, í formála að þýðingu sinni á
Bamamorðíngjanum Maríu Farrar,
Dreigrofichenroman Brechts sem ber
ótvíræð einkenni kvikmyndatækni.61 Loks
má nefna að í ritgerðinni „Skáldskaparhug-
leiðíngar“ sem ég minntist á hér fyrr, vitnar
hann til austur- þýska tímaritsins Sinn und
Form og segir þá reyndar einnig að hann
standi sjálfur „í mikilli þakkarskuld“ við
Brecht, sem hafi verið „lífrænn þáttur hug-
ar“ hans um langa hríð. Ég ætla að láta
liggja milli hluta hér hver skýringin kann að
vera á hugmyndatengslum Halldórs og
þýskra marxista. Hins vegar vil ég vekja
athygli á að sé það rétt að hann standi
slíkum mönnum næst í hugmyndum um
bókmenntir á fímmta áratugnum og við
upphaf hins sjötta, ber það naumast vitni
um að hann sé að hverfa frá róttækri þjóð-
félagsgagnrýni. — Það er alltént einlæg
skoðun mín, að bókmenntaiðja Halldórs á
þessu skeiði einkennist ekki síst af því að
hann reyni að kynna þjóð sinni það raunsæi
TMM 1992:4
57