Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 59
fomsögumar orðið „innri veruleiki“ les- enda sinna að þær héldu „tryggð við ákveð- inn veruleika", veruleikann á tíma „söguhöfundar“, sem í mörgum atriðum varð vemleiki næstu alda. En þær héldu ekki endilega tryggð við ytri form þessa veruleika heldur hræringamar að baki ytra byrðinu; þær stefndu ekki að nákvæmri eft- irlíkingu einstakra þátta vemleikans en spegluðu þess í stað meginsamfélagshrær- ingar síns tíma og þrána og harminn sem af þeim spmttu. Allur fyrirlestur Halldórs ber vitni um að hann hefur þungar áhyggjur af að skáld og rithöfundar í borgaralegum þjóðfélögum samtímans nái ekki lengur eyrum almenn- ings. Hann leitar skýringa t.d. í samfélags- gerðinni, stéttskiptingunni og „hinni vélgeingu siðmenníngu“ en kallar ekki síst skáld og rithöfunda til ábyrgðar: uppgjöf þeirra og veruleikaflótti stuðla að því að á milli þeirra og lesenda verður slík gjá að alþýða manna „fer í vandræðum sínum að hlusta á stjómmálamenn" og „sjálfir orðs- ins menn, skáldin standa uppi með öllu lesendalausir í heiminum.“59 Fornsögumar eru honum hins vegar talandi dæmi um hið gagnstæða. Höfundar þeirra leggja slíka rækt við íslensk vandamál að tuttugu kyn- slóðir Islendinga sækja á vit þeirra. En nú er kanski ástæða til að spyija — hvemig koma skrif Halldórs um bókmennt- ir og tæknibreytingar í verkum hans á því skeiði sem hér um ræðir heim og saman við strauma og stefnur í bókmenntum Evrópu? Eg fæ ekki betur séð en Halldór sé á áþekk- um brautum og ýmsir Þjóðveijar, samtíma- menn hans, þá ekki síst róttæklingar eins og marxistinn Bertolt Brecht. Og ég ætla að skjóta því að, þó að ég sé enn ekki komin svo langt í athugunum mínum að ég geti fjölyrt um það, að ég held að þýsk áhrif séu kanski meiri í verkum Halldórs en menn hafa gert ráð fyrir, og vil ég þá sérstaklega nefna myndsköpun hans, þýska ex- pressjónismann og menn eins og meistara Döblin. En nóg um það. Umfjöllun Hall- dórs um raunsæi ber þess skýr merki að hann hefur fylgst grannt með deilunum um expressjónismann og raunsæið; þannig er t.d. Ijóst að í „Vandamálum skáldskapar á vorum dögum“ er hann að mæla gegn ýms- um þáttum í raunsæisskilgreiningu Georgs Lukács og kemst að áþekkri niðurstöðu og ýmsir þýskir starfsbræður hans.60 Ljóst er og að hann þekkir þýsku kvikmyndaskáld- söguna þegar á 4. áratugnum því að 1935 nefnir hann, í formála að þýðingu sinni á Bamamorðíngjanum Maríu Farrar, Dreigrofichenroman Brechts sem ber ótvíræð einkenni kvikmyndatækni.61 Loks má nefna að í ritgerðinni „Skáldskaparhug- leiðíngar“ sem ég minntist á hér fyrr, vitnar hann til austur- þýska tímaritsins Sinn und Form og segir þá reyndar einnig að hann standi sjálfur „í mikilli þakkarskuld“ við Brecht, sem hafi verið „lífrænn þáttur hug- ar“ hans um langa hríð. Ég ætla að láta liggja milli hluta hér hver skýringin kann að vera á hugmyndatengslum Halldórs og þýskra marxista. Hins vegar vil ég vekja athygli á að sé það rétt að hann standi slíkum mönnum næst í hugmyndum um bókmenntir á fímmta áratugnum og við upphaf hins sjötta, ber það naumast vitni um að hann sé að hverfa frá róttækri þjóð- félagsgagnrýni. — Það er alltént einlæg skoðun mín, að bókmenntaiðja Halldórs á þessu skeiði einkennist ekki síst af því að hann reyni að kynna þjóð sinni það raunsæi TMM 1992:4 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.