Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 68
Hann hreinsaði listina gagngert og meðvit-
að af allri tilfmningasemi vegna þess að Iist
hans var í kjama sínum hugmyndalegs eðlis
og stefndi að fullkominni einingu forms og
hugmyndar. Og það er einmitt þetta hug-
myndalega inntak í verkum hans, sem Arg-
an telur að hafi haft mótandi áhrif meðal
annars á hugmyndir þýska heimspekings-
ins Hegels um eðli og þýðingu listarinnar:
um þann grundvallareðlismun er væri á
náttúrulegri og listrænni fegurð og um
möguleg endalok listarinnar í því borgara-
lega samfélagi sem var að mótast á hans
tíma. Argan segir:
Höggmyndalist Thorvaldsens, sem var í
kjarna sínum heimspekileg, hafði áreiðan-
lega meiri áhrif á sögu fagurfræðinnar en
sögu höggmyndalistarinnar: höggmynda-
list Thorvaldsens var vel þekkt í Þýskalandi
á þeim árum þegar Hegel setti fram hug-
myndirsýnarum fagurfræði í Berlín, og þar
sem prófessorinn var vel vakandi yfír því
sem gerðist í samtímanum er enginn vafi á
því að hann hafði Thorvaldsen í huga þegar
hann hélt fram hinni algjöru einingu forms
og innihalds og skildi endanlega á milli
þeirrar fegurðar sem felst í náttúrunni ann-
ars vegar og listinni hins vegar.
Argan bendir jafnframt á að misskilin
gagnrýni samtíma okkar á verk Canova og
Thorvaldsens stafi meðal annars af skil-
ningsleysi á því líkingamáli sem fólgið er í
sjálfum efniseiginleika marmarans. Hins
vegar hafí Hegel skilið þetta mætavel, og
þá ekki síst vegna kynna sinna af verkum
Thorvaldsens. Þannig hefur Argan eftir-
farandi tilvitnun eftir Hegel:
í hárfínum og skjannahvítum hreinleika
sínum jafnt og í litleysi sínu og glæsilegum
léttleika fellur marmarinn fullkomlega að
markmiðum höggmyndalistarinnar, ekki
síst vegna þess hversu fínkornóttur hann er
og hversu mjúklega hann endurvarpar birt-
unni, þar sem hann sýnir hreina yfirburði
yfir krítarhvítt gipsið sem er of bjart og
gleypir í sig fínni blæbrigði.
Með greiningu sinni á verkum Thorvald-
sens og Canova hefur Argan sett verk þess-
ara manna í samhengi við listasöguna og
samtímann með nýjum hætti og ekki síst í
samhengi við þá miklu umræðu, sem átt
hefur sér stað á síðustu árum um hug-
myndalist, póstmódemisma og „póst-sögu-
lega“ list og endalok listarinnar og
listasögunnar í hefðbundinni merkingu.
Spumingin sem Argan varpar fram er í
rauninni sú, hvort upphaf nútímalistarinnar
sé einmitt að finna í verkum Bertels Thor-
valdsens, og hvort hann hafi jafnframt séð
fyrir sér endalok listasögunnar og litið á list
sína sem slíkan endapunkt á sama hátt og
heimspekingurinn Hegel leit á hið fmm-
spekilega heimspekikerfi sitt sem full-
komnun og endalega lausn á viðfangsefn-
um heimspekinnar:
Það sem var fullkomið, endanlegt og óum-
breytanlegt var jafnframt dautt. Thorvald-
sen gerði sér grein fyrir því að í vitund
nútímans var fornaldarlistin dauð, að hún
hafði stigið frá sögunni yfir á svið
hugmyndarinnar. (...) Hið plastíska form
átti að hafa sama gagnsæi og nafnið og vera
staðgengill þess. Það stefndi því ekki að
eftirlíkingu á fegurð hinnar fornu fyrirmyn-
dar eða framlengingu hennar yfir í
nútímann, heldur átti það að festa hana
óumbreytanlega í kjama sínum, sem var
eining forms og hugmyndar. Þannig var
lisún hreinsuð af öllum þeim mælikvörðum
hlutlægninnar, sem fyrr eða síðar hefðu leitt
til þeirrar ýkjukenndu hermilistar sem
j
66
TMM 1992:4