Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 87
Myndmálið er hér undirskipað heildarsam-
henginu, enda þótt það sé yfirgengilegt, í
miðpunkti ljóðsins. Ljóðið er því eins og á
mörkum módemismans. Mun róttækari
módernismi er hinsvegar í þeim fjómm
ljóðum sem Halldór orti vorið 1927, þegar
hann var að búast til Ameríkuferðar; „Bor-
odin“, „Erfiljóð eftir stórskáld“, „Nótt á
tjarnarbrúnni“ og „Vorkvæði“. Þessi kvæði
einkennast sérstaklega af mótsögnum.
Jafnan er eitthvað kunnuglegt á ferð (m.a.
fullnægja ljóðin hefðbundnu formi, þau eru
stuðluð, rímuð og með reglubundinni
hrynjandi) svo lesendum má sýnast reyn-
andi að fá botn í þetta. En það reynist yfír-
leitt ógerlegt, ljóðin eru óskiljanleg
röklega, ýmist vegna þess, að tengd eru orð
sem ekki geta átt saman, eða þá að einstök
orð em óskiljanleg, vegna þess að þau em
samsett úr liðum sem eiga ekki saman.
Dæmi þessa getum við séð í ljóðinu „Bor-
odin“, sem er ávarp til samnefndrar per-
sónu. Hann er þar kallaður „sendimann
Sovétstjómar“, og var erindreki Alþjóða-
sambands kommúnista í Indlandi og Kína
á 3. áratugnum, áberandi í dagblöðum þá.
Þetta stutta ljóð er allt ein mannlýsing í
ávarpsformi, Borodin er hylltur, m.a. sem
ættmaður spekimáls — þ.e. spekingur, og
(líklega) gott dæmi um fórnarlund alþýð-
unnar. En önnur atriði í þessari mannlýs-
ingu eru torskildari (Kvœðakver, bls. 41):
Borodin
Þú græddir upp ljóðastraums gullmörk
með göllum á freraslóð,
og þeystir á magnaðri risareið
og ræddir um hverablóð
vígfimri varptólsmund.
Þú bítur hvem kalinn kvist
þú kemur til Búdapest,
borodin, Borodin, BORODIN,
þú sendimann Sovét-stjómar,
þú sifjúngur spekimáls,
þú ímynd alþýðufórnar,
— alþýðan daftii fijáls!
BORODIN, Borodin, borodin
með band um háls.
Ef við reynum að rýna í einstök orð, þá væri
„risareið“ vagn risa, eða risastór vagn. Það
er ekki ónýt kenning fyrir jámbrautarlest.
Sú túlkun ætti ekki illa við hér, þar sem
talað er um erindreka Alþjóðasambands, en
túlkunin er síður en svo ótvíræð. Skv. orð-
anna hljóðan merkir „gullmörk" gullskóg-
ur, en gæti e.t.v. einnig merkt það sem á
ensku nefnist „goldfield“, þ.e. gullnámu-
svæði. Ekki sést þó til hvers væri talað um
það hér. Einhverjum kynni að detta í hug að
„hverablóð“ sé kenning fyrir hveravatn. En
hví væri hér haft svo hátíðlegt orðalag um
það? í kvæðinu er ekki sjáanleg nein
ástæða, svo sem áætlanir um hitaveitu, enda
væri slíkt tal fjarstæða hér. Ekki er gott að
vita hvað „varptól“ er, né hversvegna mund
(þ.e. hönd) er kennd til þess. Spjót voru
löngu aflögð, en þetta orð gæti átt við um
skammbyssu, sem vissulega er tól sem
varpar (kúlum). Þetta mætti skilja svo, að
„varptólsmund“ einkenni mikla skyttu, sem
að sönnu mætti líka kallast vígfim, en þá
vaknar spumingin: hvernig er hægt að ræða
með hendi? Skjóta eða skrifa ritgerð? Og
hvemig á að ræða hverablóð með vígfimri
byssuhendi? Þama má sjá viss hugrenn-
ingatengsl undimiðri: blóð, vígfímri [... ]
mund, en eftir alla áreynsluna fær lesandi
ekki botn í þetta. Það er einsog í öðm kvæði,
bmm er vaxtarbroddur á trjám, og því virð-
ist orðið „blæjubrum“ með öllu óskiljanlegt
í orðasambandinu: „himindís í blæubmmi“.
TMM 1992:4
85