Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 88
Þessi orð rúma ekki endilega öll mótsagnir, en þau eru samsett á þann hátt, að útkoman er ekki skiljanleg. Dæmi um samhengisleysi innan setning- ar eru m.a. í öðru ljóði (Kvœðakver, bls. 32): á sælum vörum sorgarinnar sofa tumar borgarinnar... Hér er sorgin persónugerð í andstæðu sinni, sælu, og í þessum tveimur línum er önnur óskiljanleg mótsögn. Um hvað er yfirleitt sagt, að það sofi á vörum? Bros eða koss, eitthvað sem mælanda finnst að ætti að fara að birtast á vörunum, en er þar ekki enn. Hitt væri hefðbundið, að segja turna borg- arinnar sofa í speglun tjamarinnar. Hvort orðalagið um sig er kunnuglegt, og því má lesanda finnast, að hann ætti að skilja setn- ingu þar sem þetta tvennt er fléttað saman. En það er ómögulegt. í „Rhodymenia pal- mata“ segir, að stúlka sé „vafin grænum sólskinssaungvum“, og í auga hennar sá mælandinn „drauma sphinxins geisla“ (s.r. bls. 26). Þetta má skilja sem líkingu, t.d. að sólskinssöngvar lagi sig að stúlkunni líkt og vafningsviður vefst upp að beinvöxnu tré eða súlu. Hitt getur enginn vitað, um hvað sfinxinn dreymi, þessa furðuveru úr grísk- um fomsögum, sem drap þá sem ekki gátu ráðið gátur hennar. Er með þessu e.t.v. gefið í skyn, að stúlkan sé háskaleg þeim sem ekki skilur hana? Það er nóg að leggja fram slíka spumingu til að sjá, að henni verður ekki svarað út frá því sem í ljóðinu stendur. Ljóð þessi hafa ekki neina endanlega merk- ingu, heldur mega þau fremur kallast net til að veiða lesendur, virkja þá í að finna ljóð- unum merkingu. Einmitt í því skyni er hefð- bundið form virkt. Þannig stranda lesendur í undarlegum orðum og orðasamböndum, og reyna að spá í innviði þeirra, en það vekur ímyndunarafl lesenda. Þessar óskilj- anlegu mótsagnir eru dæmigerðar fyrir sur- realismann, sem hófst í Frakklandi 1919, en Halldór kynntist honum örfáum ámm síðar, þegar hann var í klaustrinu Clairvaux í Lúx- embúrg 1923. Það er áberandi hjá helstu surrealistum, og gætti raunar þegar hjá franska skáldinu Mallarmé fyrir rúmri öld, að innan setningar er ekki samhengi, þar stríðir eitt orð gegn öðru. Það er samkvæmt frægri stefnuyfirlýsingu André Bretons, leiðtoga surrealista, að ljóðmynd yrði því öflugri, sem hún tengdi meiri andstæður. Eftir þetta surrealismaskeið Halldórs, 1926-1927, sækir skjótt aftur í fyrra horf, og kvæði hans verða aftur í röklegu sam- hengi frá upphafi til enda, þótt víða séu í þeim stílrof. Þetta afturhvarf gæti skýrtþað, að þegar Halldór gaf út ljóð sín í bók, Kvœðakveri 1930, þá sneið hann skrítnustu angana af t.d. „Rhodymenia palmata“ (sem birtist fyrst í Lesbók Morgunblaðsins 4/4 1926, en breytt gerð kom aftur í seinni útgáfum Kvœðakvers). Sum ljóð Kvæðakvers hafa verið ákaflega vinsæl, einkum til söngs. En það eru ekki hin surrealísku ljóð, heldur þau sem þrung- in eru söknuði og þjóðerniskennd; t.d. „Hörpuljóð“ og „Hallormsstaðaskógur“. En jafnframt voru ljóðin nýstárleg, full af hálfkæringi og stílrofum. Þvílík stflrof urðu varanlegt einkenni á ljóðum Halldórs. Þannig hefst t.d. ferðalýsingin „Ontario“ frá 1927 á skondnum smáatriðum í sjálfs- mynd, en það fer síðan um tómleika hvers- dagsins, í eirðarlausri leit að kjama mannlífsins (Kvœðakver, bls. 48): Eimlestin flytur einatt þreyttan mann 86 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.