Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 88
Þessi orð rúma ekki endilega öll mótsagnir,
en þau eru samsett á þann hátt, að útkoman
er ekki skiljanleg.
Dæmi um samhengisleysi innan setning-
ar eru m.a. í öðru ljóði (Kvœðakver, bls.
32):
á sælum vörum sorgarinnar
sofa tumar borgarinnar...
Hér er sorgin persónugerð í andstæðu sinni,
sælu, og í þessum tveimur línum er önnur
óskiljanleg mótsögn. Um hvað er yfirleitt
sagt, að það sofi á vörum? Bros eða koss,
eitthvað sem mælanda finnst að ætti að fara
að birtast á vörunum, en er þar ekki enn.
Hitt væri hefðbundið, að segja turna borg-
arinnar sofa í speglun tjamarinnar. Hvort
orðalagið um sig er kunnuglegt, og því má
lesanda finnast, að hann ætti að skilja setn-
ingu þar sem þetta tvennt er fléttað saman.
En það er ómögulegt. í „Rhodymenia pal-
mata“ segir, að stúlka sé „vafin grænum
sólskinssaungvum“, og í auga hennar sá
mælandinn „drauma sphinxins geisla“ (s.r.
bls. 26). Þetta má skilja sem líkingu, t.d. að
sólskinssöngvar lagi sig að stúlkunni líkt og
vafningsviður vefst upp að beinvöxnu tré
eða súlu. Hitt getur enginn vitað, um hvað
sfinxinn dreymi, þessa furðuveru úr grísk-
um fomsögum, sem drap þá sem ekki gátu
ráðið gátur hennar. Er með þessu e.t.v. gefið
í skyn, að stúlkan sé háskaleg þeim sem
ekki skilur hana? Það er nóg að leggja fram
slíka spumingu til að sjá, að henni verður
ekki svarað út frá því sem í ljóðinu stendur.
Ljóð þessi hafa ekki neina endanlega merk-
ingu, heldur mega þau fremur kallast net til
að veiða lesendur, virkja þá í að finna ljóð-
unum merkingu. Einmitt í því skyni er hefð-
bundið form virkt. Þannig stranda lesendur
í undarlegum orðum og orðasamböndum,
og reyna að spá í innviði þeirra, en það
vekur ímyndunarafl lesenda. Þessar óskilj-
anlegu mótsagnir eru dæmigerðar fyrir sur-
realismann, sem hófst í Frakklandi 1919, en
Halldór kynntist honum örfáum ámm síðar,
þegar hann var í klaustrinu Clairvaux í Lúx-
embúrg 1923. Það er áberandi hjá helstu
surrealistum, og gætti raunar þegar hjá
franska skáldinu Mallarmé fyrir rúmri öld,
að innan setningar er ekki samhengi, þar
stríðir eitt orð gegn öðru. Það er samkvæmt
frægri stefnuyfirlýsingu André Bretons,
leiðtoga surrealista, að ljóðmynd yrði því
öflugri, sem hún tengdi meiri andstæður.
Eftir þetta surrealismaskeið Halldórs,
1926-1927, sækir skjótt aftur í fyrra horf,
og kvæði hans verða aftur í röklegu sam-
hengi frá upphafi til enda, þótt víða séu í
þeim stílrof. Þetta afturhvarf gæti skýrtþað,
að þegar Halldór gaf út ljóð sín í bók,
Kvœðakveri 1930, þá sneið hann skrítnustu
angana af t.d. „Rhodymenia palmata“ (sem
birtist fyrst í Lesbók Morgunblaðsins 4/4
1926, en breytt gerð kom aftur í seinni
útgáfum Kvœðakvers).
Sum ljóð Kvæðakvers hafa verið ákaflega
vinsæl, einkum til söngs. En það eru ekki
hin surrealísku ljóð, heldur þau sem þrung-
in eru söknuði og þjóðerniskennd; t.d.
„Hörpuljóð“ og „Hallormsstaðaskógur“.
En jafnframt voru ljóðin nýstárleg, full af
hálfkæringi og stílrofum. Þvílík stflrof urðu
varanlegt einkenni á ljóðum Halldórs.
Þannig hefst t.d. ferðalýsingin „Ontario“
frá 1927 á skondnum smáatriðum í sjálfs-
mynd, en það fer síðan um tómleika hvers-
dagsins, í eirðarlausri leit að kjama
mannlífsins (Kvœðakver, bls. 48):
Eimlestin flytur einatt þreyttan mann
86
TMM 1992:4