Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 103
Skera út alheimskort í túnið í skalanum einn á móti hundrað þúsund. Stinga upp úr lönd- unum, hafa þau rúmt fet á dýpt, aka torfi og mold burt í gulum hjólbörum. (...) Veita vatni úr læknum ofan í öll löndin. (23) Þetta er sá leikur sem Þórarinn iðkar í bókinni, oft á tíðum með ágætum árangri. Teikn Frásagnartækni er áþekk þeirri sem höfundur beitirí fyrri smásagnasöfnum sínum. Hlutlægni er áberandi; sögumaður er skrásetjari eða áhorf- andi sem miðlar sögu, stundum þátttakandi í framvindu sagnanna („Myndin“, „Dýrið“, „Viðsnúnings hressandi hristingur", „í draumi sérhvers manns“, „Klámhundurinn“, ,,Dundi“), stundum ekki („Eftir spennufallið“, „Aðsókn", „Ahrínið"). Þótt sögumaður sé persóna í sögu er hann sjaldnast í brennipunkti, heldur fremur áhorfandi sem miðlar sögunni. I sögum eins og „Lúlli og leiðarhnoðað“, „Keflvíkingasaga“ og „Opinskánandi“ er sögumaður til dæmis óbeinn þátttakandi, kemur fram í lokin en stendur í raun fyrir utan sjálfa atburðarásina og tengist henni ekki nema óbeint. „Saga Svefnflokksins“ hefur sérstöðu að því leyti að hún er sett upp sem ritdómur um Sögu Svefnflokksins eftir Ingólf Arnólín. Þegar sögumaður kemur fram í lokin eins og til dæmis í sögunni „Opinskánandi“ afhjúpar hann tengsl sín við söguefnið. Sagan segir frá raunum fjölmiðlakonunnar og „viðtalsfíkils- ins“ Sigurlaugar Kjögx af „opinskáum" viðtöl- um, sem gera líf hennar að lokum óbærilegt og flýr hún þá út á land. Sögumaður birtist í lok sögunnar þar sem hann situr á tannlæknastofú og les sorgarsöguna í glanstímariti, undir fyrir- sögninni: „Sigurlaug Kjögx í opinskáu viðtali: Opinskáu viðtölin eyðilögðu líf mitt“ (85). „Keflvíkingasögu" lýkur á því að sögumaður opinberar samskipti sín við eina aðalsöguhetj- una, en að öðru leyti er hann aðeins hlutlægur skrásetjari þeirra atburða sem gerast í sögunni. í „Klámhundinum“ er frásögnin römmuð inn, hún sprettur fram við það að sögumaður rekst á ákveðið kennileiti, sem ergamalt minningabrot frænku hans Lúllu. Sagan „Lúlli og leiðarhnoð- að“ á sér samskonar kennileiti eða uppsprettu. Sögumaður rifjar upp sögu Lúðvíks Sveinsson- ar, sögu sem hann hafði gleymt, en lifnar við er hann rekst á nafn sveimhugans, letingjans og Fats Domínó-aðdáandans Lúðvíks, á dyrasíma, en hann hafði verið sendur í bæinn til þess að læra iðngrein en týndist svo á undarlegan hátt. I sögunni um Dunda er teikn sögumannsins eða vaki minninga Sigurðar Kjögx Dundi sjálfur, gamall skólabróðir og fómarlamb hrekkjalóma. Mikið er gert úr vandræðum Sigurðar við að bera kennsl á Dunda. Saga hans er „sagan um kolbítinn í nútímaútgáfu" (118), og sögumaður þarf að bera kennsl á hann til að ljúka sögunni upp: Eg sá Dunda fyrir mér eins og ég hafði séð hann síðast, liggjandi berfættan og grenjandi við bálið í mölinni fyrir utan skólann. Og nú var sami maður hér tuttugu árum síðar eins og fyrir einhvetja gjöminga orðinn að þess- um farsæla skólameistara (...) (118) Þannig er fortíðin flotholt, „það er ekki hægt að sturta henni niður“ eins og Guðjón Þorsteinsson segir í endurminningum sínum (sjá söguna „Úr endurminningum róttekjumanns I, Ég var ey- land“ í Ofsögum sagt, Stórbók, 224). Slík teikn sem kalla fortíð upp á yfirborðið eru ekki ný af nálinni í sögum Þórarins. Til dæmis má benda á söguna „Pískó“ (Margsaga) þar sem teiknið er gamalt kvikmyndaprógramm: „Allt rifjast þetta upp fyrir mér nú þegar ég rekst á pró- grammið í gömlum skókassa hér uppi á háa- lofti“ (Margsaga, 69). Sagan sprettur af kenni- leiti sem verður á vegi sögumanns. Stíll Þórarins er sá sami og menn þekkja úr Ofsögum sagt og Margsögu, glettinn og fullur af heimasmíðuðum orðum, eins og „einkalíf- stykki“ (82), „þefmenntir", „þeflist“ (92), „Frá- vika“ (no., 115), „Opinskánandi“ (79), „gal- opinská“ (85), og orðaleikjum: klámhundurinn er ekki maður með klám á heilanum heldur TMM 1992:4 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.