Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 104
rakki sem hefur meiri áhuga en gengur og gerist á kynfærum manna, „leiðarhnoðað" hjálpar Lúlla að finna rétta leið í lífinu, viðumefnið „Tappi“ kollvarpar lífí Þórðar Jónssonar menntaskólakennara þegar það verður að áhrínsorði o.s. frv. í titli safnsins felst einnig leikur með orð og merkingu: hvað gerist þegar bókstafurinn ó er settur fyrir framan? Starrar valda „reimleikum“, landnámsmenn sigla að landi á 20. öld, og eru þó ekki að leika í víkinga- mynd, „hamingjusamur" menntaskólakennari breytist á undraverðan hátt í róna. Hið ómögu- lega verður mögulegt — tveir mínusar gera plús. Og síðasta saga safnsins, „Litur orða“, er beinlínis „helguð orðurn". Þar setur höfundur ekki ó fyrir framan örlög eða hlutskipti persóna að öðm leyti en því að sögumaður greinir ffá því hvemig orðin misstu lit sinn þegar hann eltist. Þjóðtrú, goðsögn og samtími Sem fyrr leitar Þórarinn fanga í samtíðinni, sögunni, þjóðtrúnni, bókmennmm. Og gjaman teflir hann saman samtíð og sögu, nútíð og fortíð, svo úr verður skemmtilegur áreksmr sem ef til vill nær hámarki í „Keflvíkingasögu" þeg- ar félagar úr víkingasveitinni drepa landnáms- manninn Kefla vopnaðan atgeiri, með vél- byssum og hrópa gegnum skothríðina: „Reyndu að yrkja núna, helvítið þitt“ (139). Einnig verð- ur skemmtilegt stefnumót þjóðtrúar og „sam- tíma“ í „Dýrinu“, sem gerist árið 1940 og er ein besta saga bókarinnar. Þórarinn hefur áður notað þjóðsögur með góðum árangri, til dæmis í sögunum „Tilbury“ og „Mál er að mæla“ í Ofsögum sagt. Baksvið „Dýrsins“ er að finna í greininni „Sjö gegn Þebu“ eftir Stein Steinarr sem birtist árið 1940. Þar segir ffá hugleiðingum Steins á göngu um miðbæ hersetinnarReykjavíkur. Steinn seg- ir: „Ég hitti mann, sem hafði verið sendur inn á Barónsstíg eftir heklunál fyrir konuna sína.“ Og svo kemur þessi skringilega setning sem Þórar- inn tekur upp og gerir að einkunnarorðum sög- unnar: „Tveir unglingar gengu fram hjá og töluðu um Katanesdýrið — annars var allt hljótt.“ (Hádegisblaðið, 14. október 1940). Þessir unglingar eru söguhetjumar í sögu Þór- arins. Þeir eru á leið heim úr bíó og tala um Katanesdýrið. Annar þeirra, Tómas, trúir á sögnina um dýrið, en sögumaður ekki. Ymsar aðrar skírskotanir em í texta Steins (heklunálin, veðrið og fleira), þó mikilvægust sú sem tengir saman annars vegar hugleiðingar Steins um stríðið og hins vegar hina vopnuða baráttu við Katanesdýrið. Steinn segir frá hermanni sem bíður eftir óvini sínum sem aldrei kemur, „það var allt saman hugarburður og vitleysa, og það er ekki hægt að skjóta sinn eigin hugarburð“. Eins og óvinurinn er Katanesdýrið „hugarburð- ur“ sem alltaf sleppur. Hápunkmr sögunnar er í lok hennar þegar sögumaðurinn (efasemda- maðurinn) telur sig sjá Katanesdýrið ljóslifandi skjótast undan tröppum Bjamarborgar. í sama mund mæta félagarnir Steini Steinarr og hið eftirminnilega augnablik í grein Steins er end- urvakið. Þjóðtrúin verður að vemleika eitt augnablik, orð Tómasar og sannfæringarkraftur breytast í raunveruleika. En þessum raunveru- leika er svo strax kollvarpað með því að breskur hermaður stígur út á tröppur Bjarnarborgar og kallar á, að því er virðist, hund sinn (fyrr í sögunni varpar sögumaður fram þeirri kenn- ingu að Katanesdýrið sé bara veiðihundur sem enskir laxveiðimenn hafi skilið eftir, og þessi tengsl styrkja merkingarheim sögunnarenn bet- ur) og þannig endar sagan. Eftir stendur þetta augnablik þar sem þjóðtrúin varð sönn. Hún er einhvers konar vemleiki sem er sannur, þó ekki sé hægt að skýra hann á „náttúrulegan" hátt því hún er um leið bara „hugarburður": sögnin er í eðli sínu sönn, tungumál hennar vemleiki: Það var þá sem það gerðist. Ég sá dýrið. Og jafnvel þó það fengist strax á því svokölluð „náttúruleg" skýring þá breytti það engu. Þetta örstutta augnablik sem ég skynjaði skelfinguna nægði. Það varð að fræi sem spíraði innra með mér og útrýmdi smátt og smátt þessum kaldrifjaða efasemdamanni sem búið hafði í mér frá frumbernsku. (109) 102 TMM 1992:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.