Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Síða 106
skemmta? Er hann einungis að „lyfta lesendum upp“? Með öðrum orðum: Er innihaldsleysið allsráðandi og skáldskapurinn bara leikur? Vissulega er gaman að hlæja. Og sjálfur hefur höfundur þá vafasömu skoðun „að skáld geri yfrið nóg gagn með því að skemmta lesendum sínum“ sem fyrr segir en að vissu marki held ég að sumar sögur bókarinnar gjaldi fyrir þetta viðhorf. Tökum dæmi af sögunni „Eftir spennu- fallið“. Þar er sagan um syndafallið klædd í nútímalegan búning. Parið Aðalsteinn og Edda (sbr. Adam og Eva) fá vinnu í sjoppunni Parad- ís, þar sem aðbúnaður er allur stórkostlegur og launin svimandi. Eigandinn heitir Guðni Welt- schmerz (Guð), „virðulegur og föðurlegur mað- ur á óræðum aldri" (30). I stað skilningstrésins eru komnir tveir innsiglaðir og forboðnir epla- kassar, í stað freistarans (höggormsins) er mað- ur að nafni Ormur, sölumaður hjá sælgætis- gerðinni Freistingu hf. Atburðir sögunnar end- urspegla svo hina fomu goðsögn: Ormur freist- ar Eddu til að opna kassana, og Aðalsteinn og Edda eru rekin úr vinnunni, fjárhagslegt basl byijar aftur, Edda elur tvíbura „með miklum þjáningum" (44). Að auki leyfírhöfundur sérað gantast svolítið með heilagleikann: Guð er gerður að klæðskiptingi og látið er að því liggja að Aðalsteinn (Adam) sé ekki faðir tvíburanna (Kains og Abels væntanlega), heldur Ormur (Djöfullinn sjálfur). Og sjálfur er Ormur svo ráðinn til starfa í sjoppunni, í stað hinna brot- treknu — dýrið situr eitt eftir í aldingarðinum. I þessari sögu virðist mér sem leikur karni- valsins beri skáldskapinn ofurliði. Samspil goð- sagnar og samtíma verður ekki skapandi á sama hátt og til dæmis samspil þjóðtrúar og samtíma í „Dýrinu“. Goðsögnin nær ekki að renna saman við vemleika sögunnar og gefa honum merk- ingu. Tvöfalt líf Sögurnar í Ó fyrir framan gerast innan hins borgaralega vemleika, og borgaraleg staða er beinlínis eitthvað sem unnið er með í mörgum þeirra. Húmorinn í nokkmm eldri sögum Þór- arins felst í því að persónur, sem annaðhvort hafa gegnt „virðulegri“ stöðu ellegar eiga eftir að gegna slíkri stöðu, eru settar í hlálegar að- stæður. Benda má á söguna „Ur endurminning- um róttekjumanns I, Ég var eyland“, þar sem fyndnin felst ekki síst í því að róttekjumaður skuli lenda í þeim hremmingum sem lýst er í sögunni. Og í Margsögu er sagan „Eigandinn“ en þar segir frá „sálarháska" og klofningi sem menntaskólakennari lendir í eftir að hafa „stol- ið“ reiðhjóli: „Það hafði í raun verið talsvert álag fyrir mig að lifa þessu tvöfalda lífi allan veturinn. Annars vegar heiðarlegur mennta- skólakennari og fjölskyldufaðir, hins vegar ósvífmn reiðhjólaþjófur og lygari“ (93). Þetta heldur áfram í Ó fyrirframan. í „Klámhundin- um“ til dæmis felst húmorinn ekki síst í því að hundurinn kemur virðulegum góðborgurum í vandræði með hnusi sínu af kynfærum, saman- ber til dæmis boðið sem ráðherrahjónin eru viðstödd á heimili Bjarna (94). Hin félagslega staða skiptir miklu máli í Ó fyrirframan. Persónumar eru ekki síst það sem þær vinna, vinnan verður umgjörð fáránleikans. Lúlli í sögunni „Lúlli og leiðarhnoðað" kemur til bæjarins til að „verða eitthvað“ (læra iðn- grein) og flosnar upp úr hverri greininni af annarri uns hann finnur sig loks í múrverki. Aðalsteinn og Edda í „Eftir spennufallið“ detta í borgaralegan lukkupott þegar þau fá vel borg- aða vinnu og geta fjárfest í íbúð, en lenda svo aftur í basli þegar þau eru látin fara. Sigurlaug Kjögx í „Opinskánandi“ er kennari sem verður „landsfræg á einu kvöldi“ (81) þegar hún byrjar með sjónvaipsþátt, en flýr síðan undan „opin- skáurn" viðtölum út á land þar sem hún gerist kennari aftur, í þetta sinn í litlum grunnskóla í Strandasýslu. Sögumaðurinn Sigurður Kjögx í sögunni „Dundi“ missir fótanna og leiðist út í drykkju af makalausu tilefni (Dundi sjálfur tek- ur jafnframt hamskiptum í þeirri sögu saman- ber orð Sigurðar: „Þvílík umbreyting á einum manni. Hamskipti var sennilega betra orð“ (115)). Umskiptin eru áþreifanlegust í sögunni 104 TMM 1992:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.