Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Side 107
„Áhrmið“. Þar breytist meinlaus menntaskóla- kennari, hinn erkitýpíski góðborgari, í róna af hlægilegu tilefni. Þórður Jónsson ergiftur, á tvö böm, kominn yfir erfiðasta hjallann í „húsnæð- ismálum, sólarlandaferð orðin árviss“ (62) en það sem verður honum að falli, setur ó-ið fyrir framan örlög hans, er hégómleikinn: (...) Þórður hafði aldrei verið nógu merki- legur kennari, nógu sérstakur eða nógu afger- andi á nokkum hátt til að vera kallaður eitt eða neitt. (63) Og þegar Þórður biður nemendur sína að segja sér hvað hann er kallaður í þeirra hópi ljúga þeir upp viðumefninu „Tappi“. Og viðumefnið verður að áhrínsorði. Þórður drekkur að lokum allt ffá sér: Meðalmennskan snýst upp í yftr- gengilegar öfgar. Hann tapar hinni borgaralegu fótfestu á fáránlegan hátt (líkt og Finnur Jóns- son aðstoðarbankastjóri í sögunni „Litla stund hjá Hansa“ í Margsögu sem missir starf sitt og er sendur í geðrannsókn fyrir það eitt að spila á blokkflautu). Fáránleikinn gerir innrás í líf góð- borgaranna og heimur þeirra hrynur af minnsta tilefni, þessi frávik „sem nútíminn þolir ekki“ (Margsaga, 72) skapa upplausn í lífi þeirra. Þannig er eins og samkennd fólksins í sög- unni „Myndin" verði að engu þegar upp kemur ágreiningur um það af hveiju myndin var sem Nonni og Didda fengu í brúðargjöf, myndinni sem með árunum máðist upp og hvarf. Þessi mynd er nokkurs konar miðpunktur í hinu borg- aralega véi hjónanna „í kjallaranum, íbúðinni, sérhæðinni, raðhúsinu, parhúsinu og báðum einbýlishúsunum, því keypta og því byggða“ (9). Þórarinn ögrar á vissan hátt borgaralegu gild- ismati, brýtur niður heim sem virðist fastur í skorðum. Húmor hans er þegar best tekst til, langt frá því að vera innihaldslaus og fáránleik- inn raunsær, sýnin oft á tíðum fersk (stundum fer húmorinn þó út í aulafyndni, ég nefni rekt- orinn „Kalla skepnu“ (65) í „Áhríninu“ og þýð- ingadellu föðurins í „Lúlla og leiðarhnoðinu“ (16)). Á heildina litið er Ó fyrirframan ágæt viðbót við höfundarverk Þórarins. Þótt ekki séu allar sögurnar rismiklar (slakastar eru að mínum dómi „Saga Svefnflokksins“, „I draumi sér- hvers manns“ og „Lúlli og leiðarhnoðað“) þá eru sögur eins og „Dýrið“, „Opinskánandi", „Keflvíkingasaga“ og „Áhrínið“ í hópi bestu smásagna hans, og fyndnin er með eindæmum til dæmis í „Klámhundinum“. Einnig er unnið skemmtilega með kolbítsminnið foma í sög- unni um Dunda. „Viðrinið" Dundi endar sem skólameistari Fjölbrautaskólans í Helvík. Sögumaður rýnir í hann, lætur „gamla svipinn og fasið koma skýrt í gegn eins og fmmtexta á uppsköfnu handriti sem brugðið er undir kvars- lampa“ (115), Dundi verður að frásagnartækni- legu teikni en er um leið sá sem setti ó fyrir framan líf sögumanns: fortíðin kemur í ljós, sagan verður til, „Gúmmílyktin hangir enn í vitunum á mér rétt eins og skerandi örvænting- arhljóðið (...)“ (124). Eiríkur Guðmundsson Hliðar ástarinnar Kristín Omarsdóttir: Einu sinni sögur. Mál og menn- ing 1991. 178 bls. Einu sinni sögur er þriðja bók Kristínar Omars- dóttur. Ljóðasafnið íhúsinu okkarerþoka kom út árið 1987 og sögubókin í ferðalagi hjá þér árið 1989. Tvö leikrit eftir Kristínu hafa einnig verið sett á svið, en það em Draumar á hvolfi sem fékk verðlaun í samkeppni í tilefni kvenna- áratugarins 1986 og Hjartatrompet sem var fyrsta verkefni leikhóps sem nefnist Islenska leikhúsið. Skáldskapur Kristínar var mér lítt kunnur þegar ég fékk Einu sinni sögur fyrst upp í hend- umar. Það var aðallega tvennt sem ég tengdi við skáldskap hennar, í fyrsta lagi að ýmislegt nýtt og athyglisvert væri við stíl höfundar og frá- sagnartækni og í öðm lagi að rit hennar væm „kvenleg“ og sjónarhomið kvenlegt. Má vera TMM 1992:4 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.