Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 107
„Áhrmið“. Þar breytist meinlaus menntaskóla-
kennari, hinn erkitýpíski góðborgari, í róna af
hlægilegu tilefni. Þórður Jónsson ergiftur, á tvö
böm, kominn yfir erfiðasta hjallann í „húsnæð-
ismálum, sólarlandaferð orðin árviss“ (62) en
það sem verður honum að falli, setur ó-ið fyrir
framan örlög hans, er hégómleikinn:
(...) Þórður hafði aldrei verið nógu merki-
legur kennari, nógu sérstakur eða nógu afger-
andi á nokkum hátt til að vera kallaður eitt
eða neitt. (63)
Og þegar Þórður biður nemendur sína að segja
sér hvað hann er kallaður í þeirra hópi ljúga þeir
upp viðumefninu „Tappi“. Og viðumefnið
verður að áhrínsorði. Þórður drekkur að lokum
allt ffá sér: Meðalmennskan snýst upp í yftr-
gengilegar öfgar. Hann tapar hinni borgaralegu
fótfestu á fáránlegan hátt (líkt og Finnur Jóns-
son aðstoðarbankastjóri í sögunni „Litla stund
hjá Hansa“ í Margsögu sem missir starf sitt og
er sendur í geðrannsókn fyrir það eitt að spila á
blokkflautu). Fáránleikinn gerir innrás í líf góð-
borgaranna og heimur þeirra hrynur af minnsta
tilefni, þessi frávik „sem nútíminn þolir ekki“
(Margsaga, 72) skapa upplausn í lífi þeirra.
Þannig er eins og samkennd fólksins í sög-
unni „Myndin" verði að engu þegar upp kemur
ágreiningur um það af hveiju myndin var sem
Nonni og Didda fengu í brúðargjöf, myndinni
sem með árunum máðist upp og hvarf. Þessi
mynd er nokkurs konar miðpunktur í hinu borg-
aralega véi hjónanna „í kjallaranum, íbúðinni,
sérhæðinni, raðhúsinu, parhúsinu og báðum
einbýlishúsunum, því keypta og því byggða“
(9).
Þórarinn ögrar á vissan hátt borgaralegu gild-
ismati, brýtur niður heim sem virðist fastur í
skorðum. Húmor hans er þegar best tekst til,
langt frá því að vera innihaldslaus og fáránleik-
inn raunsær, sýnin oft á tíðum fersk (stundum
fer húmorinn þó út í aulafyndni, ég nefni rekt-
orinn „Kalla skepnu“ (65) í „Áhríninu“ og þýð-
ingadellu föðurins í „Lúlla og leiðarhnoðinu“
(16)).
Á heildina litið er Ó fyrirframan ágæt viðbót
við höfundarverk Þórarins. Þótt ekki séu allar
sögurnar rismiklar (slakastar eru að mínum
dómi „Saga Svefnflokksins“, „I draumi sér-
hvers manns“ og „Lúlli og leiðarhnoðað“) þá
eru sögur eins og „Dýrið“, „Opinskánandi",
„Keflvíkingasaga“ og „Áhrínið“ í hópi bestu
smásagna hans, og fyndnin er með eindæmum
til dæmis í „Klámhundinum“. Einnig er unnið
skemmtilega með kolbítsminnið foma í sög-
unni um Dunda. „Viðrinið" Dundi endar sem
skólameistari Fjölbrautaskólans í Helvík.
Sögumaður rýnir í hann, lætur „gamla svipinn
og fasið koma skýrt í gegn eins og fmmtexta á
uppsköfnu handriti sem brugðið er undir kvars-
lampa“ (115), Dundi verður að frásagnartækni-
legu teikni en er um leið sá sem setti ó fyrir
framan líf sögumanns: fortíðin kemur í ljós,
sagan verður til, „Gúmmílyktin hangir enn í
vitunum á mér rétt eins og skerandi örvænting-
arhljóðið (...)“ (124).
Eiríkur Guðmundsson
Hliðar ástarinnar
Kristín Omarsdóttir: Einu sinni sögur. Mál og menn-
ing 1991. 178 bls.
Einu sinni sögur er þriðja bók Kristínar Omars-
dóttur. Ljóðasafnið íhúsinu okkarerþoka kom
út árið 1987 og sögubókin í ferðalagi hjá þér
árið 1989. Tvö leikrit eftir Kristínu hafa einnig
verið sett á svið, en það em Draumar á hvolfi
sem fékk verðlaun í samkeppni í tilefni kvenna-
áratugarins 1986 og Hjartatrompet sem var
fyrsta verkefni leikhóps sem nefnist Islenska
leikhúsið.
Skáldskapur Kristínar var mér lítt kunnur
þegar ég fékk Einu sinni sögur fyrst upp í hend-
umar. Það var aðallega tvennt sem ég tengdi við
skáldskap hennar, í fyrsta lagi að ýmislegt nýtt
og athyglisvert væri við stíl höfundar og frá-
sagnartækni og í öðm lagi að rit hennar væm
„kvenleg“ og sjónarhomið kvenlegt. Má vera
TMM 1992:4
105