Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 108
að leikritið Draumar á hvolfi, sem var sýnt í tilefni kvennaáratugarins eigi nokkra sök á hinu síðamefnda, eða þá viðfangsefni höfundar sem þegar frá upphafi hafa verið tengd ástinni og samskiptum kynjanna jafnt sem kynslóðanna. Eða getur verið að þessi kvenieiki sé einungis falinn í einföldum, nánast barnslegum stíl höf- undar? En hann er áberandi í síðustu tveimur bókum Kristínar sem báðar eru nokkurs konar fullorðinsbarnabækur. Ekki verður farið nánar út í kvenleika Kristínar sem höfundar hér, aftur á móti kemst maður ekki fram hjá því að skoða stfl og frásagnartækni þegar farið er nánar í saumana á Einu sinni sögum. *** Einu sinni sögur geyma 66 mislangar sögur, og eins og titill bókarinnar gefur í skyn, hefjast flestar sögumar á orðunum „Einu sinni var...“ líkt og í ævintýmm. Sögupersónurnar bera einnig keim af þeim einföldu mannlýsingum sem við þekkjum úr ævintýmnum þar sem að- aláherslan er á atburðarás og ytri lýsingum. I Einu sinni sögum er lítill munur gerður á þess- um heimi og öðrum, og það er einmitt hugarflug Kristínar og ímyndunarafl sem setja mestan svip sinn á sögumar og gera þær þannig að nokkurs konar ævintýmm. En þó að höfundur notfæri sér að hluta til ævintýraformið er það ekki nema sem ytri rammi um sögurnar. Þannig má einnig líta á kaflaskiptinguna. Köflunum er raðað í stafrófsröð og með hverjum kafla fylgir einföld teikning af bókstafnum sem þær hefjast á. Með þessum hætti hefur höfundur búið til einfaldan ramma um sögurnar sem, þegar betur er að gáð, em býsna fjölbreyttar. Sumar líkjast dæmisögunni þar sem lesandinn situr að lestri loknum uppi með einhvern boðskap eða ráð (,^Lífsráð“), en aðrar em svo stuttar og hnitmið- aðar að þær sveija sig frekar í ætt við ljóð, svo sem „Draumkona“: En ég er með svarta hanska alltaf á nætumar þegar ég sef er ég með svarta hanska og teygi mig eftir draumum mínum og teygi mig til þeirra. Og fyrst er ég góð við þá en svo ekki. Síðan sný ég mér við og fer. draumar eru eins og litlir strákar á götun- um í fótboltaleik og draumar em ópin sem berast innum gluggann. draumar em elskhugi sem er vandræða- legur draumar em tár sem blotnar og draumar eru spýtumar sem ég dreg úr húsi mínu — Úr veggjum húss míns dreg ég þær einbeitt og með freksterkum höndum mínum. Þá kasta ég þeim fyrst á gólfið en síðan útum gluggann. Og þar raða ég þeim upp. í bálköst og kveiki. Það er rigning í garði mínum þegar ég horfi á drauma mína flögra upp og ég hristi af mér slenið. (21-22) Reyndar eru fleiri af sögunum ljóðrænar og draumkenndar og minna því oft á tíðum á prósa- ljóðið („Blómin á pilsum kvenna“). Að mínu mati rís skáldskapur Kristínar hæst í ljóðrænu sögunum, í þeim heldur hún lesand- anum föstum við söguefnið. Annars staðar mætti óska sér að höfundur ynni betur úr sögu- efninu, sumar sögumar verða einum of marg- orðar þar sem lítið sem ekkert er skilið eftir handa lesandanum (,,Góðverk“). *** Sagt hefur verið um skáldskap Sjóns (og Med- úsuhópsins) að hann sé undir áhrifum frá súr- realismanum. í skáldskap Sjóns renna raun- veruleiki og draumur saman og verður nokkurs konar draumvemleiki. Svipað má einnig sjá í mörgum af sögunum í Einu sinni sögum, þar sem engin skil em gerð milli hins raunsæja heims og hins ímyndaða. Sameiginlegt ein- kenni er einnig ákveðinn einfaldleiki í formi, þó að myndmál Sjóns sé að vísu mun skrautlegra, ef svo má að orði komast, en myndmál Kristín- ar. Ef skáldskapur Sjóns er eins konar súrreal- 106 TMM 1992:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.