Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Page 111
reynda þannig að sagan verður barnsleg og þroskuð í senn. Og svartir hárlubbatoppar í hvítum nærbol- um slást á grasbala fyrir neðan þjóðveginn sem liggur til flugvallarins löngu áður en þeir sleikja hvor annan einsog hundar sem vilja kynnast og þrýsta sér langt og lengra inní hvor annan og hverfa — Komdu inní rassinn minn. Finndu hann með fingrunum sem ég gaf þér og áður en ég tel uppað þremur verð ég breyttur í Ijörtíuogfjórafugla sem flögra innanum þig allan. Komdu inní mig núna og láttu mig svo hverfa. þangað. (119) Eins og áður hefur komið fram er einstakling- urinn í brennidepli í Einu sinni sögum, einstak- lingurinn, ást hans og þrár. Sameiginlegt einkenni flestra sögupersónanna er togstreitan milli sjálfs og umheims; annars vegar ósk ein- staklingsins um að fá útrás fyrir tilfinningar sínar í samskiptum við aðra og hins vegar getu- leysi hans til þess. Tungumálið er ekki lengur fært um að greiða mönnum göturnar og ef til vill ekki heldur erótíkin ein. Þess vegna vilja per- sónumar íEinu sinni sögum snerta ástina, koma við þetta abstrakta hugtak og allar þær tilfmn- ingar sem tengjast ástinni. Ekki til þess eins að fá staðfestingu á ástinni, heldur einnig til að fá staðfestingu á sjálfum sér og eigin tilvem. „Maðurinn sem var mikið fyrir alla“ kemst svo að orði þegar hann hittir konu sem „hafði svo fallegan málróin að hann gat ekki annað en snert rödd hennar“ (93); — 1 öll þessi ár langaði mig alltaf tilað snerta raddir en var alltaf að snerta bijóst og kynfæri og eyru og ég hélt ég mundi finna allt með því. Eg finn núna að ég hef mjög mikið þroskast (93). Einstaklingurinn í sögum Kristínar virðist vera nokkurs konar smækkun á mannkyninu sem heild, þar sem hið einstaka kemur í stað heild- arinnar. Þessi smækkun eða einföldun gerir flestar sögurnar stuttar og hnitmiðaðar. Svipuð þemu eru skoðuð frá nýjum og nýjum hliðum, og þó að höfundur sé einatt fjarlægur, áhorf- andi, er hann alltaf til staðar, nálægur í fjarlægð sinni. Stíll Kristínar er mjög persónulegur, samt minna Einu sinni sögur um margt á það sem er að gerast í bókmenntunum annars staðar á Norðurlöndum og i Evrópu. Stíll hinna ungu höfunda er sagður vera hlutlaus, jafnvel kæru- laus. Erfitt er að greina ákveðinn boðskap hjá þeim og ungir höfundar eru gagnrýndir íyrir að hafa ekkert að segja. Það hefur jafnvel farið í taugarnar á gagnrýnendum að blaðsíðunum er farið að fækka ískyggilega. Það sem Kristín hefur fram yfir starfsbræður sína erlendis er hins vegar bjartsýnin fræga. Svartsýnin segir raunar ekki mikið til sín í bókmenntum á ís- landi. Svo virðist sem skáldskapurinn eigi fyrst og fremst að vera skemmtilegur og sniðugur, boðskapurinn lýtur í lægra haldi. Eða er þetta full mikil einföldun? Getur verið að kímnin sé einungis verkfæri til að sýna fram á þann skrípa- leik sem lífið kann að virðast fyrir nútímamann- eskjuna? Þó að sögur Kristínar virðist við fyrstu sýn bara vera skondin ævintýri og ekkert annað, leikur að orðum og hugmyndum, þá liggur samt sem áður einmanakennd einstaklingsins á bak við og gefur frásögninni lit. Það er þetta sem gerir sögur hennar athyglisverðar. Kristín vinnur markvisst við það sem hún er að gera og gaman verður að sjá hvað hún tekur sér fyrir hendur næst. Og hvað ástina varðar, ætti að vera af nógu að taka. Ingeborg Huus TMM 1992:4 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.