Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 114

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1992, Qupperneq 114
því á árum áður, og enn skýtur þá upp kollinum framandleikinn. Því sá sem kemur frá úrgum ströndum ísalands, heimkynnum nátttrölla og forynja, til hins sólrika Provencehéraðs, þar sem trúbadúrar sungu forðum um háleitar ástir og málarar festu sólbirtu á léreft, skynjar að hann er í hópi „hinna langsóttu og hröktu“ fremur en þeirra sem mæra með orðum „hvíta sjóhesta á flugi“ eða lýsa „full-dýrlegum hall- arstéttum heimsandans“. Hins vegar er að heyra á skáldinu að það sé vongott um að suðrænir skáldguðir sjái gegnum fingur við sig og hlífi sér við skráveifum af því tagi sem sum fyrri skáld urðu að þola samkvæmt reglunni „Quos perdere volunt dementant“ (Þeir fírra þá viti sem þeir hyggjast steypa í glötun). Hér talar sá sem hefur fundið sjálfan sig, þótt það kunni að hafa verið eftir krókaleiðum, og það í léttum og jafnvel gáskafullum tón, því hvað sem öllum framandleika líður og einangr- un getur hann sagt hið sama um sjálfan sig og um René Char: Einn með sjálfum sér sjálfur með öðrum. (Bls. 19) Næmleikinn Og þrátt fyrir ófarir sínar í upphafi á Miollis- torgi við Sextusar-laugar er eins og skáldið hafi samt verið á réttri leið, því það nær að lokum, í ellefta ljóði, til heita brunnsins á Cours Mira- beau sem verður að skoðast sem brunnur lífs og skáldskapar, ef marka má liti, því mosinn á honum er eldgrænn. Höfundur getur því kvatt sinn fyrri mann, alias Kort Kortsson, með góð- látlegu yfirlæti í síðasta kvæðinu og brugðið honum um ungæðishátt og þroskaleysi: Hann var ekki nógu gamall til að vita það .. . Ekki nógu gamall til að vita svo mikið. (Bls. 24) Sú viska sem hér er talin ofvaxin þroska téðs Korts Kortssonar kemur í upphafi sama kvæðis fram í orðunum: Húðin er fullkomnast skilningarvitanna allra skynjar gleggra skilur dýpra ... man lengra og betur. (Bls. 24) En við sem þykjumst hafa komist til nokkurs þroska, og það jafnvel um Kort þenna fram, höfum tilhneigingu til að líta svo á að húðin og það sem um hana er hér sagt standi fyrir næm- leikann og að hér sé því verið að boða gildi hans. Raunar er næmleikinn sá eiginleiki sem allt er undir komið hjá skáldi og það í býsna víðum skilningi sem felur í sér ekki einungis næmleika fyrir umhverfi sínu, jafnt hlutum sem fólki og þar á meðal sjálfum sér fyrr eða nú, heldur einnig og ekki síður fyrir orðunum sem beitt er, hrynjandi þeirra og hljómi og staðsetn- ingu í fínofnum texta. Slíkan næmleika hefur Sigfús Daðason vitaskuld átt til að bera frá upphaft, en þó er eins og sá einstæði hæfileiki hans að segja mikið í örfáum orðum og draga upp ljóslifandi myndir með einföldum dráttum haft sjaldan eða aldrei notið sín betur en hér. Þetta kann að stafa ekki síst af því að ljóðin mynda hér sterkara heildarsamhengi en í fyrri bókum, þannig að hvert einstakt ljóð og hvert einstakt orð innan þess nýtur góðs af og fær aukinn þunga. Og þótt það sé auðvitað ekki fallega gert að bendla Sigfús við bjartsýni, með tilliti til þess hvílíka útreið allt þessháttar hefur fengið í fyrri ljóðum hans, er þó freistandi að læða þeirri skoðun að hér í lokin að það sé bjartara yfir honum í þessum ljóðum en oft áður, þar sem hljóðlát og meitluð kímni hefur flæmt á brott allt sem stundum áður bar keim af ólund. Hér er raunar eins og ríki meiri hlýja, sem spillir síst fyrir áðurnefndum næmleika, enda má, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, líta á allan skáldskap sem einhverskonar tilraun mannsins til að ná sáttum við veruleikann. Kristján Árnason 112 TMM 1992:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.