Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 63
öllu í rótgróinni óöryggistilfmningu þegar út í (nýtt) ástarsamband er komið. Slíkar tilfinningar eru neikvæðar og því ógna þær samfélaginu á vissan hátt að mati Kristevu. Þess vegna eru þær bældar og þagaðar í hel og það hefur svo aftur leitt af sér að við eigum enga nothæfa orðræðu um ástina (og ástleysið) lengur: Tungumál ástarinnar er ómögulegt, óviðeigandi, vísar ætíð útfyrir sig einmitt þegar maður vill tjá sig sem skýrast; byggist á mynd- hverfingum á flótta — það tilheyrir bókmenntunum.5 Við bregðum á það ráð að leita í skáldskaparmál til að tjá þessar tilfmningar okkar, endurtökum klisjurnar — sem eiga uppruna sinn í skáldskap — í sífellu. Ástin virðist því vera að hverfa úr menningu okkar því hún kann ekki að tjá sig (við kunnum ekki að tjá hana). Það vantar nýja, nothæfa orðræðu um ástina í nútímanum. Ef við leitum orðræðu ástarinnar finnum við hana eingöngu í bókmenntum og meðal geðsjúkra, segir Kristeva, og þar er ástinni aðallega lýst með söknuði, í gegnum sorg og missi. Það er athyglisvert að máta kenningar Kristevu við Ódysseif í skáldsögunni mætir lesandinn aftur og aftur hinum dökku hliðum ástarinnar: óhamingjunni, framhjáhaldinu, vændinu, barnsburðarerfiðleikum, kynlífserfiðleikum, „afbökun" kynlífs svo sem gægjum (voyeurism) og sýniþörf (exhibitionism), og hinu „ein- mana“ kynlífi, sjálfsfróuninni. Ef Ódysseifur segir okkur sannleikann um skilyrði ástarinnar í nútímasamfélagi þá standast kenningar Júlíu Kristevu. III Slík vandamál eru í brennidepli í lýsingunni á hjónabandi Leopolds og Mollýjar Bloom. í lýsingum á gægjuþörf Leopolds og framhjáhaldi og sýni- þörf Mollýjar, fáum við dapra sýn á ástina. Leopold Bloom er fulltrúi „meðaljónsins“ um leið og hann er sérstæður einstaklingur og að vissu leyti utangarðsmaður í Dyflinni. Richard Ellmann skýrir frá því að Joyce hafi ætlað Leopold Bloom að vera tákngerving hins „fullkomna“ karlmanns, í þeim skilningi að vera allt í senn sonur, faðir, eiginmaður og elskhugi.6 En ólíkt fyrirmyndinni, Ódysseif Hómers, verður slík sýn á Leopold Bloom bjöguð; faðir hans og sonur eru báðir látnir, og þótt hann sé kvæntur þá er hann ekki elskhugi neins, hvorki eiginkonu sinnar né annarrar konu. Bloom hefur ekki haft mök við konu sína í meira en ellefu ár, eða síðan sonur þeirra fæddist — og dó. Það er ekki alveg ljóst af hverju þau hjónin sofa ekki lengur saman. Þó er gefið í skyn að „sökin“ sé fremur hans en hennar; í huga Blooms er kynferðisleg geta hans og karlmennska á einhvern flókinn hátt tengd TMM 1994:1 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.