Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Page 73
sér í mjúkinn hjá Menton lögmanni við útförina (bls. 123), og að hann reynir árangurslaust, í þriðja sinn, að minna Hynes á smávægilega skuld (bls. 121). Fleiri eiga í erfiðleikum með að koma málum sínum fram. Lenehan reynir þrisvar að koma gátunni sinni um óperuna og járnbrautina að áður en menn nenna að hlusta á hann (bls. 132-3). O’Molloy biður ritstjórann um lán en fær neitun (bls. 148). En meira máli skiptir að flestir sem eru staddir á ritstjórnarskrifstofunni eru vonsviknir menn sem hafa beðið ósigur í lífinu, hæfileikamenn sem hafa glutrað hæfileikum sínum niður og eru langt komnir að eyðileggja sig á áfengi. Crawford ritstjóri er langt leiddur af áfengiseitrun. „Áfengislömun á byrjunarstigi. Dapurlegt tilfelli," hvíslar Ned Lambert að J.J. O’Molloy (bls. 129), en um O’Molloy hugsar Bloom: „Áður- fyrri var hann snjallastur yngri lögmanna. Nú hallar undan fæti fyrir vesal- ingnum. Þessi roði í vöngunum táknar endalokin." (bls. 127). Sá sem virðist best á sig kominn er MacHugh prófessor, en einnig um hann gefur Lenehan í skyn í limru að hann sjái oftast tvöfalt (bls. 135), og prófessorinn lætur sjálfur í ljós vonbrigði sín yfir að þurfa að kenna latínu í stað grísku. Aðskilnaður frá ættjörð eða fyrirheitnu landi kemur einnig fyrir. Bloom hugsar um prentsmiðjustjórann Nannetti, sem er af ítölskum ættum: „Skrýt- ið að hann hefur aldrei litið sitt eiginlega ættland." (bls. 120). Sjálfur er Bloom Gyðingur og einskonar útlagi á írlandi. Rætt er um Móses sem dó án þess að komast til fyrirheitna landsins (bls. 144). Um Pyrrhos sem „... gerði hinstu tilraun til að endurreisa gengi Grikklands. Hollur vonlausum mál- stað.“ (bls. 135). Á sviði mannkynssögunnar fer fram í kaflanum margvísleg umræða um sigraðar þjóðir og sigurvegara. írum, ísraelsmönnum og Grikkjum er stillt upp við hliðina á Egyptum, Rómverjum og Bretum. Fyrrnefndu þjóðirnar hafa að vísu verið undirokaðar af hinum síðarnefndu en þær eru hins vegar gæddar andlegum og menningarlegum yfirburðum. MacHugh prófessor ber saman Gyðinga, sem reistu Jehóva altari, og Rómverja sem reistu sjálfum sér salerni (bls. 133). Sigur og ósigur eru tvíbentar stærðir, eins og dæmið um Pyrrhos reyndar sýnir. Öll þessi þemu koma fr am í innblásinni dæmisögu Stephens í lok kaflans. Þar segir hann frá tveim öldruðum piparmeyjum sem ætla að gera sér dagamun og klífa Nelsonsúluna til að sjá útsýnið yfir Dyflinni. Súlan er hærri en þær héldu, þær verða móðar, þær sundlar við að horfa niður, horfa þá upp á styttuna af hórkarlinum einhenta, fá ríg í hálsinn, verða of þreyttar til að horfa upp eða niður, eta plómurnar sínar og spýta steinunum með hægð milli rimlanna. Þetta er megininntak dæmisögunnar, sem magnast af lífi af fjölmörgum smáatriðum. En hvernig ber að túlka hana? Stephen kallar hana Palestína séð TMM 1994:1 63 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.