Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 108
Lifandi slíðrun hins andlega sveins Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa. Mál og menning 1993. Samræðan er fornfræg bókmennta- grein, fundin upp af Platóni við upphaf vestrænnar menningar og varð henni samferða lengi vel. Rómverjar tóku formið upp eftir Grikkjum, Cíceró lagði stund á hana þó hann sé þekktastur fyrir ræður sínar, og seinna varð samræðan hluti af kristinni hefð, m.a. fyrir tilstuðl- an Gregóríusar páfa, en samræður hans voru þýddar á íslensku um 1200. Af seinni tíma samræðuhöfundum má nefna Hume og Diderot. Form samræð- unnar er oft þannig að fulltrúi höfund- arins — „ég“ — talar við sér vitrari mann, sem höfundurinn getur látið halda fram „fáránlegum" skoðunum sem hann er í raun sammála. Á miðöld- um var vinsælt að sviðsetja samræður og sennur andstæðupara einsog líkama og sálar eða ástarinnar og öldungs, auk þess sem rammi dæmisagnasafna var oft samræða. Skáldsaga Sigurðar Guðmundsson- ar, Tabúlarasa, gæti heitið upp á gamlan máta Samræða tungunnar og lista- manns, þó mælendurnir tveir séu ekki bara eitthvert tungumál og einhver listamaður heldur íslenskan og Sigurð- ur. Skáldsöguformið hefur verið skil- greint sem það form sem getur lagt allar aðrar bókmenntagreinar undir sig, og í bók Sigurðar er samræðuhefðin sá akur sem í er sáð. Sigurður stendur nær Grikkjunum en skólaspekingum mið- alda í því að tilgangur hans er ekki sá að uppffæða lesendur um tiltekinn sann- leik heldur tefla saman ólíkum hug- myndum í leit að einhvers konar niðurstöðu, eða öllu heldur vísbend- ingum. Samband mælendanna er þó ekki einhlítt hjá Sigurði. í upphafi bókarinn- ar gengur listamaðurinn á fund kon- unnar auðmjúkur í lærisveinshlutverki, hann er maður sem vill endurheimta uppruna sinn og endurnýjast sem skap- andi listamaður gegnum frjómagn móðurmálsins; en í tuttugasta og öðr- um kafla af þrjátíu og þremur (tölurnar eru kannski tilviljun, en kannski ekki) víkur listamaðurinn talinu að hugsan- legum dauða íslenskunnar og effir það, fram undir lok sögunnar, snúast hlut- verkin að vissu leyti við, listamaðurinn reynir öðrum þræði að kenna tungunni æðruleysi andspænis dauðanum, benda henni á að eðli þess sem lifir sé að deyja og hverfa. í táknrænum samförum í lok sögunnar má gera ráð fyrir að endurnýj- unarferlið sé fullkomnað og gagn- kvæmt: tungumálið endurnýjast gegnum ást listamannsins og hann end- urnýjast gegnum ást á tungumálinu. Sviðsetning En ég er víst byrjaður á öfugum enda. Skáldsagan Tabúlarasa segir frá íslensk- um manni sem kemur til Lissabon til að eiga fundi við konu. Maðurinn er nafn- laus en samsvarar að öllu leyti höfundi bókarinnar: hann er myndlistarmaður sem starfar í Hollandi og lýsir aðstæðum og myndverkum sem við getum borið kennsl á úr lífi og list Sigurðar. Konan er, einsog áður segir, íslensk tunga og sú er nú ekki beinlínis árennileg við fýrstu sýn: Ég virti hana fyrir mér. Ávöl form hennar lágu í lögum og minntu á stafla af vömb- um með skýrar útlínur. Þó að í henni væri mikið af hvíttónum, allt frá dökku selspiki til skjannahvíts snjós [ . .. ] þá var heildarsvipurinn ekki hvítur heldur þanggraenn litur sem fenginn er með því að blanda gulu saman við svart. Axlirnar voru ójafnar, þannig að vinstra megin var hún hálslöng en hægra megin kýtt. Andlitið var ekki alveg jafn breitt báðum megin nefs, en nefið, kinnbeinin, munn- urinn og hakan stóðu óvenjulega langt frarn ef mælt var frá hnakka. Varirnar 98 TMM 1994:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.