Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 108
Lifandi slíðrun hins andlega sveins
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa.
Mál og menning 1993.
Samræðan er fornfræg bókmennta-
grein, fundin upp af Platóni við upphaf
vestrænnar menningar og varð henni
samferða lengi vel. Rómverjar tóku
formið upp eftir Grikkjum, Cíceró lagði
stund á hana þó hann sé þekktastur fyrir
ræður sínar, og seinna varð samræðan
hluti af kristinni hefð, m.a. fyrir tilstuðl-
an Gregóríusar páfa, en samræður hans
voru þýddar á íslensku um 1200. Af
seinni tíma samræðuhöfundum má
nefna Hume og Diderot. Form samræð-
unnar er oft þannig að fulltrúi höfund-
arins — „ég“ — talar við sér vitrari
mann, sem höfundurinn getur látið
halda fram „fáránlegum" skoðunum
sem hann er í raun sammála. Á miðöld-
um var vinsælt að sviðsetja samræður og
sennur andstæðupara einsog líkama og
sálar eða ástarinnar og öldungs, auk þess
sem rammi dæmisagnasafna var oft
samræða.
Skáldsaga Sigurðar Guðmundsson-
ar, Tabúlarasa, gæti heitið upp á gamlan
máta Samræða tungunnar og lista-
manns, þó mælendurnir tveir séu ekki
bara eitthvert tungumál og einhver
listamaður heldur íslenskan og Sigurð-
ur. Skáldsöguformið hefur verið skil-
greint sem það form sem getur lagt allar
aðrar bókmenntagreinar undir sig, og í
bók Sigurðar er samræðuhefðin sá akur
sem í er sáð. Sigurður stendur nær
Grikkjunum en skólaspekingum mið-
alda í því að tilgangur hans er ekki sá að
uppffæða lesendur um tiltekinn sann-
leik heldur tefla saman ólíkum hug-
myndum í leit að einhvers konar
niðurstöðu, eða öllu heldur vísbend-
ingum.
Samband mælendanna er þó ekki
einhlítt hjá Sigurði. í upphafi bókarinn-
ar gengur listamaðurinn á fund kon-
unnar auðmjúkur í lærisveinshlutverki,
hann er maður sem vill endurheimta
uppruna sinn og endurnýjast sem skap-
andi listamaður gegnum frjómagn
móðurmálsins; en í tuttugasta og öðr-
um kafla af þrjátíu og þremur (tölurnar
eru kannski tilviljun, en kannski ekki)
víkur listamaðurinn talinu að hugsan-
legum dauða íslenskunnar og effir það,
fram undir lok sögunnar, snúast hlut-
verkin að vissu leyti við, listamaðurinn
reynir öðrum þræði að kenna tungunni
æðruleysi andspænis dauðanum, benda
henni á að eðli þess sem lifir sé að deyja
og hverfa. í táknrænum samförum í lok
sögunnar má gera ráð fyrir að endurnýj-
unarferlið sé fullkomnað og gagn-
kvæmt: tungumálið endurnýjast
gegnum ást listamannsins og hann end-
urnýjast gegnum ást á tungumálinu.
Sviðsetning
En ég er víst byrjaður á öfugum enda.
Skáldsagan Tabúlarasa segir frá íslensk-
um manni sem kemur til Lissabon til að
eiga fundi við konu. Maðurinn er nafn-
laus en samsvarar að öllu leyti höfundi
bókarinnar: hann er myndlistarmaður
sem starfar í Hollandi og lýsir aðstæðum
og myndverkum sem við getum borið
kennsl á úr lífi og list Sigurðar. Konan er,
einsog áður segir, íslensk tunga og sú er
nú ekki beinlínis árennileg við fýrstu
sýn:
Ég virti hana fyrir mér. Ávöl form hennar
lágu í lögum og minntu á stafla af vömb-
um með skýrar útlínur. Þó að í henni
væri mikið af hvíttónum, allt frá dökku
selspiki til skjannahvíts snjós [ . .. ] þá
var heildarsvipurinn ekki hvítur heldur
þanggraenn litur sem fenginn er með því
að blanda gulu saman við svart. Axlirnar
voru ójafnar, þannig að vinstra megin
var hún hálslöng en hægra megin kýtt.
Andlitið var ekki alveg jafn breitt báðum
megin nefs, en nefið, kinnbeinin, munn-
urinn og hakan stóðu óvenjulega langt
frarn ef mælt var frá hnakka. Varirnar
98
TMM 1994:1