Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Side 109
voru bláar en þó langt frá að vera kulda- legar. (bls 12) Einsog sjá má er veruleikablekkingunni ekki fyrir að fara í þessari lýsingu. Konan er ekki venjuleg persóna með táknræna yfirtóna heldur gjörsamlega gróteskt fyrirbæri sem höfundurinn slengir nið- ur við hlið sér á raunverulegu kaffihúsi í raunverulegri borg, dag einn í janúar í fyrra. Forsögunni að þessu stefnumóti manns og tungu er lýst síðar í bókinni: Þegar hann kom hingað í haust hafði hann verið með einhverjar óskir um að rifja upp atburði æskunnar og hengja á þá íslensk orð. (bls 112) Úrvinnslan á þessari upphaflegu áætlun finnst mér mjög í anda myndverka Sig- urðar. Sem dæmi má nefna að hann gekk á sínum tíma út frá tilfinningunni um óvissa vegferð mannsins og sviðsetti hana sem mann á göngu með risastóra pílu undir hendinni. (D’oú venons- nous? Que sommes-nous? Oú allons- nous?, 1976). Líkt og þá er hann hér sjálfur með öllum sínum persónuein- kennum í hlutverki mannsins, líkt og þar tilheyrir hluti verksins öðru plani eða öðru stigi veruleikagreiningar, með ljósmyndinni bjó hann til listaverk sem innihélt mann og táknmynd stefnu, nú býr hann til sögu um mann og tákn- mynd tungumáls, hann mælir sér mót við móðurmál sitt og tekur stefnumótið bókstaflega. Frásögnin verður þannig sviðsetning á sínu eigin sköpunarferli, sagan af íslenska listamanninum í út- löndum sem á ástarfund með móður- máli sínu. Ást, lím Og tími En hvers vegna Portúgal? Af hverju fer listamaðurinn ekki til föðurlandsins til að hafa uppi á móðurmáli sínu? Svarið liggur kannski í augum uppi: hann er ekki að leita að tungumálinu sem ytra fyrirbæri heldur vill hann finna íslensk- una í sjálfum sér, og þá eru samlandar á hverju götuhorni frekar til óþurftar. Lissabon reynist hafa þann kost að vera í beinni sjónlínu frá íslandi og fjarri truflandi bakgrunni hollenskunnar. Forsenda frásagnarinnar, það sem rekur listamanninn af stað í leit að mál- legum uppruna sínum, er krísa í sköp- unarferlinu, þörf fyrir að byrja upp á nýtt, vera óskrifað blað, tabula rasa. Aft- ur og aftur er komið að þessari kreppu í textanum og höfundurinn tengir hana tímanum og ástinni. Ástin er „lím tím- ans, það sem límir manneskjuna við nýj- an tíma, til að „hreyfast í tíma þarf maður að hrærast af ást.“ Það sem límir listamanninn við ástina er listaverkið, stendur á einum stað í bókinni, á öðrum stað er ástinni og listaverkinu jafnað saman, þau eru „farartæki í tíma og rúmi,“ og þá er stutt í enn eina skilgrein- ingu: „Listaverk og ást eru af sama toga og hvorttveggja vímugjafar." Kveikja bókarinnar virðist vera sú tilfmning að límið (ástin, sköpunarkrafturinn) sé að dofna; lausnina, eða herðinguna, sem listamaðurinn eygir er að finna í tungu- málinu: „Ertu þá ást, slím eða lím?“ spyr listamaðurinn og konan svarar: Þessu er ekki auðsvarað, en þó get ég sagt með vissu að í mér er mikið slím og er það bæði leikur og starfi margra að renna sér í því. Helst kýs ég þó að líta á sjálfa mig sem lím. Ástinni tengist ég að því einu leyti að vera lím hennar. Beggja megin raddbanda er ég með lím mitt og slím. (bls 34) Sköpun textans er því sjálfslækning skapandans, aðgerð til að forða honum ffá að verða límlaus og þarmeð „ástlaus vera, stöðnuð í tíma og rúmi.“ Tungu- málskonan segist í lok ellefta kafla ... . . . hafa verið kvödd hingað til að liðka þann er á móti henni situr í móðurmál- inu, en hún fái ekki betur séð en hún sé einnig og kannski aðallega hingað kom- TMM 1994:1 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.