Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Qupperneq 110
in til að slíðra andlegan svein þessa manns. (bls. 54) Þessi liðkun og slíðrun eru þrotlaust sprikl í máli og hugsun, samræðan fer fram í mörgum setum á nokkurra mán- aða tímabili — ritunartímabili bókar- innar — og maðurinn og konan vaða úr einu í annað jafnt innan kafla sem milli þeirra. Yfirleitt segir listamaðurinn ffá í fyrstu persónu en í nokkrum köflum, líklega fimm eða sex, „afklæðist hann fyrstu persónu eintölu,“ og verður „maðurinn“. Helstu pólar samræðunn- ar eru, skiljanlega, tungumálið og listin og hluti af „meðferðinni“ er að bulla og yrkja leirburð, tala um daginn og veginn (sem er mjög lýjandi fyrir listamann- inn!), og „skerpa málið“ með spontant málsháttum. Iskyggilegri umræðuefni eru spádómar um feigð íslenskunnar og sigur „efnahagsbandalönskunnar“, en kímnin kraumar þar líka og yfirtekur jafnvel heimspekilegar hugmyndir sem virðast Sigurði mikilvægar sem lista- manni, einsog möguleikann á að stefha í senn til fortíðar og framtíðar, „rifja upp framtíðina," einsog það er orðað í tex- tanum: Fornleifafræðingurinn sem á morgun finnur elsta steingerving sem fundist hefur — hann fer baeði til baka og áfram. Framtíð eins manns liggur off í fortíð- inni og fortíð hans í framtíðinni. Ég er ekki að leita að steingervingum heldur nýju upphafi sem getur legið djúpt afturí fortíð. (bls. 126) Þéttskrifað blað Af kæruleysislegri byggingu bókarinnar mætti draga þá ályktun að Sigurður léti einfaldlega vaða á súðum, og eitthvað kann að vera hæft í því, ég veit það ekki; en þegar gruflari spinnur upp úr sér er samræmi í því sem hann segir: ekki að- eins getur frumleg samlíking á einum stað í bókinni skotið upp kollinum aftur löngu seinna heldur eiga sumar vanga- veltur höfundarins sér án efa langa sögu, einsog stundum er hægt að sannreyna með því að glugga í stóru bókina um Sigurð sem kom út í hitteðfyrra. Sumt af umræðuefnunum og hug- leiðingunum er dagbókarkennt efni, ættað úr upplifunum stundarinnar, og líka koma upp á yfirborðið myndir úr fortíðinni. Sérlega forvitnilegur er 20. kaflinn, sem er líklega útkoman úr upp- haflegum „óskum um að rifja upp at- burði æskunnar og hengja á þá íslensk orð.“ Þar kemur í ljós að þær minningar sem raunverulegu máli skipta eru ör- skotsstemmningar óhöndlanlegar í sög- ur: Nælonsokkar sem rúllað hefur verið niður að ökla eða þar rétt fyrir ofan. 1 sokkunum standa tvær konur á aldur við móður mannsins. önnur heitir Stella, hin Jóhanna. Sokkarúllurnar eru á ein- hvern hátt tengdar hníslasótt þeirri er hrjáði hænsni föður hans en eru um leið samnefnari fyrir stóran hluta af Soga- mýrinni. (bls. 114) Svona atvik vill höfundurinn ekki „stæla með orðum eða myndum“ þó dýpstu reynslu barnæskunnar sé „alveg trúandi til að rúlla sér uppí sokkarúllur þeirra Jóhönnu og Stellu.“ Atburðir sem tungumálskonan lýsir eða skapar eru af öðru tagi: talað mál- verk um hið breytta ísland sem varð þegar öll orð höfðu verið fjarlægð úr málinu er kannski það gróteskasta sem frá konunni kemur, nema sú lýsing sé slegin út af heimsókn í sameinað lýð- veldi íslenskra bókmennta, þar sem þau Salka Valka og Tómas Jónsson svara hvort sinni spurningu listamannsins. Tabúlarasa er bók full af hugmynd- um. Markmið hennar er ekki að segja góða sögu eða orða hlutina neitt sláandi fallega; textinn er alls ekki klúðurslegur og oft mjög fyndinn en það er langt frá því að maður smjatti á honum og ekkert 100 TMM 1994:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.