Tímarit Máls og menningar - 01.03.1994, Síða 113
Það má einnig benda á að annar kafli þar
sem hann er á kafi í hugleiðingum um
sjálfan sig gerist í sveitinni hjá ömmu
Sigrúnar þegar þau eru þar í heimsókn
þar sem hann liggur útaf í blíðviðri í
blómskrýddri hlíð. Þessar andstæður,
sveitin og sjórinn, sveitalífið og sjó-
mennskan, gera hvorttveggja að undir-
strika andstæðurnar milli fjölskyldna
hans og hennar og andstæðurnar í hans
eigin sálarlífi.
Samfélagssýn
Útaf fyrir sig er ekki um breiða samfé-
lagslýsingu að ræða í þessari skáldsögu.
Þó er einn hópur fólks sem nokkuð
kemur við sögu sem má ef vill líta á sem
einskonar fulltrúa samfélagsins. Er þetta
hópurinn í kringum hið mikla kvik-
myndafélag sem er í þann veginn að fara
að reisa kvikmyndaver í samvinnu við
bandarískan kvikmyndarisa. Þar koma
mest við sögu Axel frændi Ingu og fyrr-
um skólabróðir Hauks, leikararnir
Bjarni og Konráð, kvikmyndaleikstjór-
inn Sólveig og búningahönnuðurinn
Ásdís. í nokkrum köflum er þetta lið
dregið sundur og saman i háði og eru
sumir þeir kaflar óborganlegir, eins og
t.d. þar sem segir frá opnu og einlægu
glansmyndaviðtölunum við þetta fólk.
En að lokum hrynur veldi kvikmynda-
félagsins og eftir standa svik og prettir
plús tugmilljóna sukk í flottræfilshætti.
Þó hér sé verið að gera meinlega út-
tekt á „íslenska kvikmyndaheiminum“
þá liggur þarna fyrst og ffemst að baki
mögnuð umfjöllun um þá hræsni og
sýndarmennsku, yfirdrepsskap og lodd-
arahátt sem tröllríður okkar þjóðfélagi
um þessar mundir.
Umræða
Hér að framan var vikið að því að höf-
undur er óhræddur við að láta persónur
sínar ræða málin og hafa skoðanir. Það
er ekki þar með sagt að þær skoðanir séu
höfundarins, en að halda það er gryfja
sem óreyndir gagnrýnendur falla ótrú-
lega oft í. Ég segi að höfundur sé
óhræddur vegna þess að um langa hríð
hefur það verið þrálát klisja margra sem
fjalla um bækur að hrópa predikun,
predikun, um leið og einhver persóna
fer að þenja sig á síðum skáldsögu um
viðkvæm og heit mál, og dæma viðkom-
andi verk dautt og ómerkt. Auðvitað
verður slík umræða að vera í lífrænum
tengslum við heild verksins, en að for-
dæma alla merkingarbæra umræðu í eitt
skipti fyrir öll er fásinna.
Það er vikið að fjölmörgum málefn-
um í sögunni og ástæðulaust að fara að
búa til einhverja skrá um það, en það er
tvennt sem mér finnst mest áberandi,
pólitík og kynlíf.
Pólitísk umræða kemur ffam í gegn-
um Rúnar og þó einkum í ffásögn hans
af vini sínum Jóhannesi en báðir voru
þeir sanntrúaðir kommar á árunum
uppúr 1950 og trúðu á Sovétríkin. Báðir
ganga þeir af trúnni, Jóhannes þegar
hann fer á flokksskóla í Austurvegi en
Rúnar við innrásina í Ungverjaland
1956. Báðum er þetta mjög erfið reynsla
sem situr drjúgt í þeim. Kjarni þessarar
umfjöllunar er þó viðureignin við
blekkinguna og hvernig henni er sífelld-
lega beitt til þess að afvegaleiða gott fólk.
Svipað má segja um kynlífið sem víða
er tekið rækilega fyrir í sögunni, þar er
öðru fremur verið að kljást við blekking-
una um ffjálst kynlíf. Reyndar er það á
einum stað kallað „ópersónulegt kynlíf‘,
sem er í góðu samræmi við það megin-
viðhorf að tilfinningalaust kynlíf sé ekki
annað en merkingarlaus útrás fyrir
botnlausa greddu sem veiti engum neitt.
I þessu samhengi má minna á eina af
hjásvæfum Hauks, 39 ára lækni með
óseðjandi brókarsótt, sem safnar tittl-
TMM 1994:1
103