Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 21
EFTIRMYNDIR NIETZSCHES
vert er að þegar Nietzsche nefnir þá Giacomo Leopardi, Prosper Mérimée,
Ralph Waldo Emerson og Walter Savage Landor sem hina eiginlegu
prósameistara nítjándu aldar þá kallar hann þá ekki ljóðskáld, þótt slíkt hefði
auðvitað verið réttlætanlegt, heldur „sérlega undarlegar og sannarlega ljóð-
rænar mannverur“.20 Líkt og í ofangreindri tilvitnun er áherslan lögð á
ákveðinn lífsmáta sem ljóðskáldið vísar á með einhverjum ófullkomnum
hætti. Lífsmátinn er aðalatriði, ljóðskáldið aukaatriði. Hvers konar líf hefur
Nietzsche í huga? Hann gefur okkur eina vísbendingu strax á eftir þeim
orðum sem Foot vitnar til:
. . . en við viljum vera ljóðskáld eigin lífs - fyrst ogfremst í hinum
smœstu og hversdagslegustu atriðum.
Sú setning sem ég hef skáletrað, og Foot klippir aftan af tilvitnuninni, verður
raunar sterk vísbending þegar tekið er mið af áhrifaríkum kafla í bókinni
Matmlegt, alltof mannlegt
... við verðum að viðurkenna að flestir sjá illa það sem liggur næst
þeim og veita því litla athygli . . . vanþekking á hinum smæstu og
hversdagslegustu atriðum ... er það sem breytir jörðinni í „táradal"
fyrir marga menn .. .21
Dæmin sem Nietzsche tekur þessu til staðfestingar lýsa öll hversdagslegum
athöfnum, svo sem þeirri að borða morgunmat (hann nefnir fólk sem borðar
egg á hverjum morgni án þess að taka eftir því að stærstu eggin bragðast
best), að melta (fólk tekur ekki eftir því að þrumuveður hefur góð áhrif á
meltinguna) og lyktarskyn (að unaðslegur ilmur er sterkari í köldu, hreinu
lofti). Þegar hugmyndir Nietzsches um ljóðskáld eigin lífs eru raktar kemur
í ljós að það er næsta lítið skylt hinum listræna, glæpsamlega bóhem.
Ljóðskáld eigin lífs er sá sem lifir og hrærist í hversdagleikanum, í nú-inu.
Hann lifir fábrotnu, náttúrlegu og umfram allt heilsusamlegu lífi, drekkur
hvorki vín né kaffi, lætur sér vatnið nægja.22 Honum er lýst sem þolinmóð-
um einstaklingi sem öðlast hefur skilning á því að andinn vaknar og vex
aðeins sem hreinn og heilbrigður líkami. Sá sem er ljóðskáld eigin lífs er líka
sagður vera heil manneskja og glaðvær. Slíkur einstaklingur er í sífelldri
spurn gagnvart veruleikanum, elskar spurningarmerki, allt sem er vafasamt
og undarlegt og veit ekki hvernig á að koma orðum að hinum æðstu gæðum.
Fáir viðurkenna ósegjanleikann eins fúslega og ljóðskáldin, a.m.k. í orði.
Þegar Nietzsche lítur yfir farinn veg í sjálfsævisögu sinni Ecce homo þá er
honum, að mínum dómi, fýrst og fremst umhugað um að sýna sjálfum sér
að hann hafi verið ljóðskáld eigin lífs. í formálanum talar hann um heim-
speki „eins og hann hafi skilið hana og lifað hana“; hvernig hann hafi leitað
TMM 1997:3
19