Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 54
VILHJÁLMUR ÁRNASON
Setjum nú svo að ekkert sé raunverulega „gefið“ nema veröld okkar
eigin langana og ástríðna og við komumst hvergi niður né upp til
neins annars „veruleika“ en veruleika eigin hvata - því hugsunin er
ekkert annað en samspil þessara hvata. HGI 36.
Við erum aldrei hlutlausir skoðendur andspænis hlutlægum heimi. Með því
að láta vilja okkar til sín taka í veröldinni erum við fremur virkir skapendur
veruleikans. En þar eð veruleikagrímurnar hafa stirðnað, gleymir mann-
eskjan framlagi sínu og fer að trúa því að heimurinn sé sannur eins og hann
er:
einungis vegna þess að mannskepnan gleymir sjálfsveru sinni, listrœnt
skapandi sjálfsveru sinni, býr hún við sæmilega ró, öryggi og sam-
kvæmni. USL, s. 23.
Stundum segir Nietzsche að það að vera maður sé að meta og túlka. Hann
talar um hvötina „til að skapa myndhverfingar“ sem „frumþörf manneskj-
unnar“ (USL, s. 26); sem manneskjur nærumst við á merkingu og gildum.
Þetta grundvallareinkenni mannlegrar tilvistar, að skapa úr skynbrotum
verðandinnar merkingarbært form, felur samkvæmt Nietzsche ávallt í sér
blekkingu að einhverju marki - blekkingu af ætt grímunnar. Máttur okkar
til að breiða yfir eðli veruleikans um leið og við leiðum hann í ljós er
innbyggður í sjálfan hátt okkar á að hugtaka heiminn og í boðskiptum okkar;
hann á rætur í eðli tungumálsins. Með tungumálinu skipuleggjum við
veruleikann, sem í eðli sínu er síkvik verðandi. Rétt eins og það sé okkur
lífsnauðsyn að negla hlutina niður á þennan hátt þrengjum við flokkunum
hugans, á borð við samsemd, líkindum og andstæðum, upp á það sem birtist
okkur. Raunar telur Nietzsche þetta mannlegu lífi nauðsyn vegna þess að
tungumálið gerir tjáskipti möguleg með samsömun og reglubindingu veru-
leikans.
Öll hugtök verða til við samsömun þess sem er ekki eins. [. . .]
Maðurinn sem skynsemisvera lætur sértekninguna stjórna athöfnum
sínum: Hann þolir ekki lengur að hrífast og gefa sig á vald óvæntum
áhrifum og skynjunum, heldur alhæfir og aflitar þessi áhrif og færir í
kaldan hugtakabúning sem hann síðan spennir fyrir vagn lífs síns og
athafna. [...] Við getum ekki annað en dáðst að því hvílíkur völund-
arsmiður mannskepnan er að reisa jafn óendanlega flókna hugtaka-
hvelfingu á hreyfanlegum undirstöðum, svo að segja á rennandi vatni.
USL, s. 19,21,22.
Auk þessa óhjákvæmilega grímueiginleika tungumálsins hafa túlkanir trú-
arbragða, frumspeki og þekkingarfræði smám saman tekið sér bólfestu í því
og fyllt það villandi hugmyndum um mann og heim. Þess vegna þarf að
52
TMM 1997:3