Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 92
GYRÐIR ELÍASSON ur hér heima, sem voru á svipuðum aldri og hann. Leit hans að þekkingu hefur verið endalaus í fátæktinni, rétt einsog hjá þeim, um það ber dagbók hans skýrt vitni. Og þó skáldskapur hans hefði ekki komið til, birtir dagbókin vitnisburð manns um það samfélag og þann heim sem hann lifði í. Einsog áður er sagt hafa aðeins birst brot úr þessari dagbók í blöðum og tímaritum, þrátt íyrir boðaða prentun í formála að íyrri útgáfu ritsafns hans. Affit dagbókarinnar er nú varðveitt á Landsbókasafni, en frumritið er enn vestur í Manitoba. Handritin heim! Líka að vestan. Hér skal borin fram sú ósk að einhver fræðimaður takist á hendur að rannskaka dagbók hans með það fyrir augum að hún verði gefin út. Sjálfur taldi hann dagbókina sitt besta verk, og vann að því síðustu árin að hreinrita hana til útgáfu. Hún er áreiðanlega ekki aðeins áhugaverð í tengslum við skáldverk hans, heldur sjálfstætt verk og ævisaga hans innri manns að minnsta kosti til jafns við þau. III Jóhann Magnús Bjarnason mun hafa verið næstum einstakur gæfumaður í lífi sínu, eignaðist góða konu og bjó með henni í farsælu hjónabandi í hálfa öld, þau ættleiddu stúlkubarn sem varð þeim til mikillar gleði, hann var virtur og dáður sem kennari og rithöfundur — eiginlega minnir sá ljómi sem af honum stendur sem manni mest á Forn-Grikkjann Sófókles sem allt gekk í haginn, og stafar að vísu blindandi frægðarljóma ofan á aðra útgeislun. Hvaðan fengu þessir menn þá innsæi í allri birtunni; sýn til dekkri hliða mannlífsins? Þar kemur skáldgáfan til, og hún er óskýranleg. Nú stendur vitaskuld alls ekki til að halda því fram að Jóhann Magnúshafi verið jafnoki Sófóklesar, sem löngu er orðinn hálfguð í veröld bókmenntanna, enda mega hæðarmælingar liggja milli hluta. í fyrsta lagi mun Jóhann Magnús hafa verið bjartsýnni maður að eðlisfari en Sófókles, sem sagnfræðingurinn Will Durant kallar svartsýnasta mann sögunnar og undrast þetta dimmsýni í samhengi við bjartan æviferil. Þó má glögglega sjá þegar skoðað er milli línanna, að Jóhann Magnús hefur þekkt þunglyndi og vonleysi, enda kemur dagbókin „upp um“ þann þátt í fari hans. Hinsvegar er heildarniðurstaðan björt — en hver gæti sagt það um Sófókles? Þess má síðan geta að Jóhann Magnús var reyndar leikritaskáld líka, skrifaði á þriðja tug leikrita sem voru sett á fjalirnar af íslenskum áhugaleikurum vestra, en þau eru týnd öll með tölu. Sófókles skrifaði um eitthundrað leikrit, en sjö eru eftir, þó var hann vel rúmum 2000 árum á undan Jóhanni í langri röð leikritaskálda. Var Jóhann Magnús þá svona lélegt leikritaskáld að gleymskan hafi gleypt verk hans á þeim vettvangi svona hratt? Um það er erfitt að segja nú. Eflaust var hann enginn Sófókles, enda munu þetta ekki hafa verið neinir harmlerkir, 90 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.