Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 86
GYRÐIR ELÍASSON Ef tengja ætti Jóhann Magnús við enska rithöfúnda sinnar tíðar, verða fyrst fyrir menn einsog Dickens, Stevenson, Haggard og eftilvill Kipling. Þetta eru býsna ólíkir menn, og áhrif þeirra á Jóhann mismunandi. í honum eru tveir strengir, sem í fyrstu virðast ósamþættanlegir, annars vegar raunsæi, og hinsvegar þráður hugarflugsins. En skapgerð Jóhanns Magnúsar rúmar hvorttveggja. Hann afneitar að vísu áhrifum Rider Haggards í bréfúm sínum til Stephans G, og ferst þar líkt og Halldóri Laxness þegar hann afneitar frelsurum sínum tveimur, þeim Hamsun og Strindberg, sem leystu hann úr viðjum steingerðra ffásagnarforma. En hvorugur þeirra getur neitað því sem er deginum ljósara. Jóhanni virðist ljúfara að viðurkenna handleiðslu Dic- kens og Stevensons. í Eiríki Hanssyni bregður Dickens fyrir í heildarvefhum, einnig einstökum atvikum og persónulýsingum, og í raun eru þeir á ýmsan hátt skyldir andlega. Áhrif eða ekki, um það er erfitt að segja, og líklega hneigjast menn ekki að því sem ekki er fyrir í brjóstinu. Jóhannes R Pálsson leiðir getum að því að Dickens hafi litað viðhorf Jóhanns, Stevenson stíl hans. Við það mætti bæta ævintýraþættinum í sögum Stevensons. Jóhann Magnús segist í dagbókinni eiga flest eða öll rit Stevensons og Jesa þau aftur og aftur, og setur hann ofar öllum erlendum höfúndum, að Shakespeare einum undansldldum. Hvað sem þessu líður, er samt víst að þegar öllu er á botninn hvolft er Jóhann Magnús fyrst og fremst líkur sjálfum sér; það er að segja, rit hans bera vitni manninum sem færði þau í letur, og það er enginn pappírskall, heldur lifandi maður. Auðvitað er einn maður alltaf að einhverju marki öðrum líkur, en jafnframt einstæður. Frá upphafi tengja þættir sem eru sameiginlegir ölium mönnum ritverk saman yfir aldirnar, en um leið er rúm fyrir séreiginleika, og það væri ósanngjarnt að kalla Jóhann Magnús ein- göngu sporgöngumann þessara veraldarfrægu höfunda. Hann hefur sótt sitthvað til þeirra, en annað sækir hann í sameiginlega sjóði mannsandans, og bætir við frá eigin brjósti — útkoman er hér um bil jafngild í eðli sínu, því þessir víðfrægu menn sóttu hitt og annað til annarra líka. Það er eklci skortur á frumleika, heldur álcveðin hógværð: enginn kemst yfir það að vera maður. Goðin í bókmenntaheiminum eru kannski eklci alltaf svo miklu stærri en óþekktir hliðstæðingar þeirra. Ýmsir hafa viljað halda því fram að ef Stephan G. Stephansson hefði ort á ensku væri hann staðsettur við hliðina á t.d.Wordsworth eða Tennyson, en hverju skiptir það þegar allt kemur til alls? Hvað Jóhann Magnús varðar, sýnist varla hafa hvarflað að honum að rita sögur sínar á öðru máli en íslensku. Sem betur fer gerði hann það heldur ekki, og fyrir vikið bættist íslenskum bókmenntum sérstætt höfundarverk, sem að sínu leyti er í lausu máli samstæða þess sem Stephan G. lagði ffam í kveðskap, að vísu ekki nándar nærri eins stórt í sniðum eða stórskorið á 84 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.