Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 6
GYRÐIR ELÍASSON og lífsafstöðu í heild. Þau ár sem ég þekkti Hannes kom sífellt skýrar í ljós hvers virði Steinn hafði verið honum sem vinur og lærifaðir. Þar með er ekki sagt að hann hafi verið honum sammála í einu og öllu eða líkt eftir honum, til þess var hann of sjálfstæður í eðli sínu. Það sem einkennir ljóðagerð Hannesar öðru ffemur er óskeikul myndvísi, einstæður skilningur á gildi og blæbrigðum orða, sýn sem mætti kalla „kosmíska“, og svo auðvitað sjálft inntakið: maðurinn í óræðri og dularfullri veröld, alltaf einn innst inni — vitundin ein gagnvart alheiminum. Hannes var mjög fjölhæfur maður; hann lagði fram mikilsverðan skerf í fjórum greinum bókmenntanna: í ljóðagerð, með skáldsögum sínum tveim- ur, æviminningum sem vafalaust verða sígildar á sínu sviði, og síðast en ekki síst með fjölmörgum úrvalsþýðingum á skáldskap víðsvegar úr heiminum. Hann var einn þeirra sem sjá um að opna glugga og hleypa inn ferskum andblæ, nýju lífslofti. Þegar litið er yfir þýðingar hans er það einsog að horfa yfir mikinn fjallgarð í góðu skyggni: hver tindurinn gnæfir við annan — Heinesen, Hamsun, Asturias, Bruno Schulz, Jorge Amado, Dylan Thomas, Vitezslav Nezval, Norræn ljóð, og svo mætti lengi telja. Ekki er ofmælt að þessar þýðingar hans séu frábærar. Meðfædd málgáfa hans naut sín þar til fulls, ásamt þeirri þjálfun sem ævilöng glíma við orðin hafði veitt honum. Skáldsögur hans tvær, Strandið og Ljósin blakta, eru sérstæðar í íslenskri sagnagerð. Strandið er einkennilega áhrifarík saga, þrátt fyrir brotalamir í byggingu. Hún þiggur afl sitt frá raunverulegri „upplifun“ höfundar, og rís yfir galla sína. Ljósin blakta er að sínu leyti jafh greinargott rit um ellina og fornfræg bók Cícerós, þó forsendur og niðurstöður séu gerólíkar! Hún er skrifuð af manni komnum á áttræðisaldur, og byggir enn á reynslu, þó höfundurinn skrifi hinsvegar stundum einsog ungur maður. Ljóðræna stíls- ins er látlausari en í Strandinu, en báðar bækur eru í nánum tengslum við ljóð hans. Síðastliðinn vetur, orðinn sjötíu og fimm ára gamall og tekinn að kenna sjúkleika, var hann enn farinn að vinna að skáldsögu, sem honum auðnaðist því miður ekki að ljúka. Til er grein eftir Hannes frá fýrri árum um Dostojevskí, sem lýsir býsna vel viðhorfum hans sjálfs til sagnagerðar, og líklega hefur Dostojevskí verið honum einna hugstæðastur skáldsagnahöfunda — könnun hans á djúpum mannsandans og átökum í sálarlífi. Hann las þó ekki mikið skáldsögur um það leyti sem við kynntumst, í gamni sagðist hann helst lesa þær sögur sem hann þýddi. Stundum varð þess vart að hann væri orðinn hálflúinn á lestri yfirleitt, hann hafði skilið megnið af bókasafni sínu eftir úti í Noregi þegar hann fluttist heim, og lagði ekki kapp á að safna að sér bókum á ný. Áreiðanlega er viturlegt að sanka ekki um of að sér bókum, en þetta var 4 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.