Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 84
GYRÐIR ELÍASSON í þriðja bindi íslenskrar Bókmenntasögu er sagt að sögur Jóhanns Magn- úsar lýsi „barnslegri einfeldni“. Að vissu leyti er þetta rétt, en segir þó ekki nema hálfan sannleikann. Meðfram eru þær einmitt vitnisburður um marg- brotinn persónuleika. Hitt er svo annað mál að hann hefur alla tíð verið lífstrúarmaður: haft óbilandi trú á því góða í manninum og sigri betri afla í tilverunni. En það má lesa milli lína að þeirri trú hefur hann samt sem áður ekki haldið baráttulaust. Hér og hvar glittir í slitfleti þar sem núningur og átök hafa átt sér stað, en út úr því öllu kemur hann með sína heilsteyptu lífssýn — og það er sú niðurstaða sem skiptir meginmáli, ekki það sem á undan er gengið. Honum finnst ekki ómaksins vert að þræða aftur slóðir sem hann er löngu kominn framhjá. Þessvegna er minna af eigindum sem leiða hugann t.d. að trúmálum í sögum Jóhanns Magnúsar en Einars H. Kvarans, þó skylt sé að geta þess að Jóhann dáði Einar mjög og virðist að ýmsu leyti hafa talið sig standa í þakkarskuld við hann sem höfundur. Halldór Laxness telur Jóhanni Magnúsi þessa fjarveru trúmálaviðhorfa til tekna þegar hann ber þá Einar lauslega saman, og vissulega getur verið að sögur Magnúsar endist betur fýrir vikið, að minnsta kosti virðast rit hans standa mun nær nútímanum með sína yfirlætislausu hreinu frásögn, þar sem persónur eru fólk en ekki málpípur. Einsog áður segir þýðir þetta þó ekki að Jóhann Magnús hafi ekki haft skoðanir á umræddum málefnum. í dagbók hans kemur glöggt fram að hann hefur einmitt verið mikill trúmaður, en frábitinn löngum umræðum um slíkt, og vinur hans Jóhannes P. Pálsson segir í fróðlegri grein um hann látinn að hann hafi verið lítið fyrir kirkju- göngur. Guðfræðilegar þrætur eru mikill dragbítur á bókmenntir, og Jóhann Magnús var of mikill listamaður í eðli sínu til að láta slíkt henda sig. Þó hann hafi sjálfur talið stíl sínum ábótavant, var hann ákaflega vand- virkur, og lét ekkert ffá sér fara nema eftir mikla yfirlegu. Hann taldi bækur sínar hafa aðallega skemmtigildi, en gerði sér ekki háar hugmyndir um endingu þeirra meðal eftirkomandi kynslóða. Og bækur hans eru skemmti- legar, á því leikur enginn vafi, en þær eru meira. Þar kemur hvorttveggja til að þær eru bornar uppi af heilbrigðri, og um margt óvenjulegri lífssýn, og búa yfir ákveðnum „sjarma" sem er ekki á hverju strái. Hann hefur þá gáfu sannra sögumanna að gera þá hluti sem hann fjallar um trúverðuga, hversu ósennilegir sem þeir annars kunna að vera. Þetta á ekki síst við um smásögur hans, sem að mörgu leyti eru heildstæðari sem listaverk en lengri sögur hans. Þar næst eru sögur hans með ýmsu móti heimildir um líf íslenskra frum- byggja í Vesturálfu, og veita á sinn hátt innsýn sem hefðbundin sagnfræðirit geta tæplega gert. Nú, á dögum endurvakins áhuga á Vesturförum, ættu rit hans að geta gengið í endurnýjun lífdaganna. En þótt það kæmi ekki til, ættu 82 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.