Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 98
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Þetta var eiginlega það eina sem ég gat ráðið. Reyndar segir þú síðar (bls. 98) að þú hafir með vilja „hvorki neíht nafn bókmenntafræðingsins né rithöfundarins. Því hef ég sleppt vegna þess að nöfn þeirra koma málinu ekki við, og ég hygg að málfar þeirra sé á engan hátt frábrugðið því sem gengur og gerist hjá íslenskum bókmenntafræðingum og rithöfundum um þessar mundir.“ Eins og alltaf áður, þegar mig hefur brostið vit til að ráða gátuna, verð ég nú að leita til höfundar hennar og játa mig sigraðan. Samkvæmt fyrirsögninni ertu að skrifa um texta, þar sem „íslenskan“ er bœtt með útlendum ilm- og krásjurtum. En þá merkingu get ég alls ekki lesið út úr greininni, ég er líka í vafa um að hún sé gamansöm gáta. Ég fæ ekki annað séð en að með „kryddi“ eigir þú við erlend tökuorð og erlenda setningabyggingu, sem þér þykir síður en svo til bóta. Kannski var það ætlunin að nafnið væri írónískt, til þess bendir margt í sjálfum megintexta þínum, en ég held nú samt að það hefði verið betra að hafa fullt samræmi milli nafns og tilfinninga þinna og kalla grein- ina/gátuna heldur „Islensku með útlendum skít.“ Greinin þín var sem sagt með allt öðrum hætti en ég hafði búist við, og ég veit að þú ferð ekkert að erfa það við mig þótt mér hafi í sárindum brostinna vona fundist hún full af forpokuðu málhreinsunartauti, eins konar lögreglu- skýrsla um það hryllilega afbrot fólks að reyna að sprengja af sér beinserk hreintungustefnunnar. Og það er þeim mun verra sem ég veit að þú ert bæði sanngjarn maður og velviljaður og hefur aukþess alls ekki fundið upp áþessu þórnaldartauti sjálfur, það hafa þér miklu verri menn gert. Hafandi gefist upp við að finna töfra gátunnar ætla ég í staðinn að líta á hana sem grein og setja fram mínar hugmyndir um málrækt, því um það snýst greinin fyrst og ffemst, og þar erum við svo ósammála, þrátt fyrir það hvað við erum báðir sigldir, að einhverjum gæti orðið það umhugsunarefhi. Við skulum byrja á byrjuninni. Er til íslenska án útlends krydds? Var sú „íslenska,“ sem Hrafna-Flóki forðum hreytti úr sér þegar hann gafst upp á búskapnum í Vatnsfirði, án erlends krydds? Hefur nokkurn tímann verið til „hrein íslenska?“ Toluðu þessir landnámskarlar og hyski þeirra nokkra íslensku? Talaði þetta fólk ekki norsku? Og ekki einu sinni hreina norsku? Var ekki búið að blanda í hana gelískum tökuorðum? Voru menn ekki að pukrast við að þurrka korn í sofnhúsum meðan aðrir lágu undir brekáni eða hlustuðu á jaðrakanann? Og hvað með þá karla sem tóku kristna trú á alþingi árið 1000? „Krydd- 96 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.