Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 115
RITDÓMAR Eitthvað, já, en hvorki nýstárlegt né frumlega ffam sett. Eins er kynnt til sög- unnar hin hollenska og mystíska Daníela sem síðan hvarf, kannski viljandi, á mótórhjólinu sínu í Gullfoss en skyldi eftir sig lykil að dönskum heimavistar- skáp handa Tinnu. Undir lokin er þó þeirri dulúð eytt á mjög klénan máta þegar Tinna reynir að tengja skápsinni- haldið við verkfræðinemann sem ráfar þarna um síðurnar, og ypptir síðan öxl- um. Eins geri ég. Sagan sjálf dregur dám af ráðleysi söguhetjunnar. Eins og Tinna stingur niður fæti og hugsun hist og her til að móta sjálfið er textinn óviss um eigin afdrif. Sagan er dálítið eins og langt bréf manneskju sem er að sverma fyrir pennavini, vill segja honum allt og ekk- ert draga undan en veit ekki hvað hon- um muni þykja áhugavert og lætur þannig vaða á súðum, eins og til að reyna að fanga einhvers staðar athygli hans. Ekki ómerkari menn en Halldór Laxness og Pétur Gunnarsson eru dregnir með í þessa einkaför Tinnu og teiknaðar upp samsvaranir á ferlum þeirra. Sú svæsnasta er illa dulinn sam- jöfnuður á bók sem Halldór kaupir í Kaupmannahöfn 17 ára gamall, danskri bók sem fjallar um hreinlæti kvenna fyrir hjónaband og eftir að í það er kom- ið, og ekki-danskri bók sem Tinna kaup- ir nákvæmlega 75 árum síðar, nektar- myndabók af konum. Hugsanlega má skilja þessa fullkveðnu vísu á þann hátt að enn eru ungmennin á faraldsfæti og svala nýjungagirninni með því að kaupa bækur í útlöndum, hugsanlega af skyldurækni, en jafnframt hafa áhersl- urnar breyst - nú er hreinlæti hjóna- bandsins ekki lengur í hávegum haft heldur fjölbreytni stellinganna, ekki einn maki heldur margir eða enginn, ekki danska heldur enska, franska og þýska. Stíllinn er ekki laus við gáska sem sér lesendum fyrir brosi og höfúðhneiging- um hér og hvar. Smám saman fór ég að sakna mín eins og ég hafði verið áður en ég fór í sam- búð. Ég hafði verið kona sem ekki var vön að láta vaða yfir sig á skítugum skónum. Nú var ég að auki farin að þrífa burt skóförin. (bls. 46—47) °g En ég hef fyrir reglu að líta á karlmenn eins og strætisvagna. Ef maður missir af einum bíður maður bara eftir næsta. Maður er ekkert að hlaupa á eftir þeim. Svo gæti ég mín á að taka ekki fimmuna vestur í bæ þegar allir vita að þristurinn fer alla leið. (bls. 61-62) Tinna talar um lauslæti vinkvenna sinna af áhugaleysi og finnst lítið sport í því. Hún skilur heldur ekki af hverju þær leggja ekki meira upp úr því að geta heils- að hjásvæfum sínum á „fjölförnum stöð- um eins og til dæmis í Kringlunni eða á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítal- ans“ (bls. 18) úr því að þeim finnst mest gaman að geta sagt sögur af þessum meintu elskhugum. Brandarinn um hina fjölförnu kynsjúkdómadeild er í sjálfu sér þekkilegur en gjarnan mætti meira hanga á spýtunni. Og ekki spillti heldur fyrir ef myndmálið væri af nýju bergi brotið. Frágangur er víða ekki nógu góður. Ekki aðeins eru línuskiptingar sums staðar rangar (dæmi: kat-tarins, bls. 109 og auglýsin-gar, bls. 119), og nokkrar málfarsvillur sjáanlegar (dæmi: . . . ég skyldi ekki alveg hvaða máli það skipti, bls. 53; Ég býð spennt eftir að hún komi út..., bls. 100 og Úr einniáttberst niður ffá þvottavélunum en úr hinni skellir frá billjarðkúlum) heldur er viss brotalöm í sögunni, t.d. á bls. 74 þar sem Bergur skilur við hjólið sitt fyrir utan verslun og tekur síðan strætó heim. f Kaupmanna- höfh. Fólk gleymir ekki að það er á hjóli í Danmörku og ef það hefði verið vilji höfundar hefði hann gert út á þessa gleymsku. Eilífar tilviljanir sem ganga í veg fyrir Tinnu eru of fumkenndar til að TMM 1997:3 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.