Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 7
HANNES SIGFÚSSON óneitanlega sérstakt um mann sem lifði og hrærðist í skáldskap. En hann hafði þetta allt í blóðinu, og það var honum nóg. Skömmu eftir að hann var fluttur heim, hitti hann Guðnýju Gestsdóttur, sem hann hafði þekkt ungur maður og tileinkað Dymbilvöku, og eftir það varð gagngerð breyting á lífi hans. Skyndilega var hann fullur starfsþreks og áhuga á ný. Hver bókin rak aðra næstu árin, ljóðabækur, þýðingar, og skáldsagan sem fýrr er nefnd. Milli þeirrar sögu og Strandsins, liðu næstum fjörutíu ár. Síðasta frumsamda bók hans, Kyrjálaeiði, bar vott um óskerta gáfu ljóðskáldsins. Að henni lokinni sagði hann einsog svo oft áður að nú væri hann hættur, en enginn lagði trúnað á þá yfirlýsingu, þótt skugginn á sólúrinu væri tekinn að lengjast. Veturinn eftir útkomu hennar dvaldi hann á Spáni, gamall en léttfleygur farfugl, og þá hóf hann að velta fyrir sér þriðju skáldsögu sinni. Hannes var einstaklega opinn fýrir ungu fólki, viðhorfum þess og við- fangsefnum, algerlega frábitinn því að leggja fyrir það þau gáfnapróf sem eldri mönnum er tamt að gera, og eru hugvitssamlega hönnuð sem fallgryfj- ur, með laufdyngjum yfir. Hann tók öllum á þeirra eigin forsendum, hlustaði af hógværð, lagði sitt til málanna af einurð ef því var að skipta, en alltaf af góðvild. Hann var einnig laus við biturleika, þakklátur fýrir allt sem honum var gert í vil, og virtist aldrei gera sér neinar hugmyndir um sjálfan sig. Það hvarflaði ekki að honum að hann væri „vanmetinn“ á nokkurn hátt. Haustið 1994 voru honum veitt verðlaun úr Minningarsjóði Guðmundar Böðvars- sonar. Honum þótti ákaflega vænt um þá viðurkenningu, enda hafði skáld- skapur Guðmundar alla tíð verið honum hugþekkur. Auðvitað var Hannes ekki laus við vankanta fremur en aðrir, en það vissi hann best sjálfur, og beitti sig óvæginni gagnrýni ef svo bar undir, og ekki síst eigin skáldskap — sem var þó sannarlega hluti af honum sjálfum,jafnvel umfram það sem gerist með önnur skáld. Hann var mjög agaður í öllum vinnubrögðum, sér í lagi vann hann skipulega að þýðingum sínum. Af skiljanlegum ástæðum gegndi nokkru öðru um ljóðagerðina, þá orti hann í skorpum. Einsog nærri má geta skorti ekkert á vöndun, sjaldan fannst honum nógu vel að verið. Allt það ritaða mál sem liggur eftir Hannes er hamrað á eldgamla ritvél — sú ritvél náði aldrei sambandi við rafmagn — og hann lamdi á lyklana með einum fingri, harðneitaði að læra lyklasetninguna. Síðustu árin eign- aðist hann þó fartölvu, en Guðný sá um þann grip, setti verkin á hana, eftir að hann hafði unnið þau á ritvélina. Eitt sinn gerði ég heldur kjánalega tilraun til að kenna honum á tölvu. Hann settist hjá mér af stakri þolinmæði, en fljótlega stóð hann á fætur aftur, og sagði brosandi með sinni syngjandi TMM 1997:3 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.