Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 105
GAMANBRÉF TIL GÓÐKUNNINGJA MÍNS og bara bablað dönsku, en mér er nær að halda, að hefðu þeir verið spurðir: Hvernig upplifirðu tímann þegar þú ert að smala?‘ - þá hefðu þeir kannski klórað sér svolítið í kollinum fyrst, en svarað svo: „Tja, ekki sem verst.“ Hefðu þeir nú verið spurðir: „Hvernig skynjarðu tímann þegar þú ert að smala?‘ - þá hefðu þeir kannski sagt sem svo: „Ég skynja hann bara alls ekki. Það er oft komið þreifandi myrkur áður en ég veit af.“ Dæmið úr Norna-Gests þætti skil ég svipað. Það er tvennt ólíkt að segja: „Mestgleði þótti mérmeð Sigurði konungi og Gjúkungum,“ og að segja „Mesta gleði upplifði ég með Sigurði konungi og Gjúkungum.“ Fyrri setningin lýsir því hvar söguhetju þótti mest gleði í ranni, án tillits til þess hvernig henni var sjálfri innanbrjósts, síðari setningin lýsir einmitt því hvar söguhetjan fann til mestrar gleði í eigin brjósti. Og vona ég nú að þú upplifir sjálfur mun þess að skynja, sjá, heyra, bragða, reyna og þefa og þess að upplifa. Um prójektið er ég þér að hluta sammála. Það ætti að skrifast prósékti frekar en prójekt. Hvaðan það er ættað skiptir mig engu máli, en þú segir það ættstórt og úr latínu, svo það ætti alveg eins rétt á sér í íslensku máli og td. bíll. Það fellur vel að íslensku hljóðakerfi, þó svo að það byrji á p, en mér var kennt forðum, eða lærði við siglingu, að öll orð í íslensku sem á því hljóði byrja séu tökuorð. Og það beygist ágætlega, heitir prósékti í nefnifalli og beygist eins og straubretti. Þá mislíkar þér einnig, að spyrjandi notar orðið nokkuð í íslensku eins og noget í dönsku. Tungumálið er líka nokkuð sem þú notar á markvissan hátt. Er einhver regla til um það, að finnist sama orð í báðum tungumálum, þá megi ekki nota þau í sömu merkingu? Má þá ekki segja á íslensku: „Minn hundur er glaður,“ af því að Danir lýsa sömu kringumstæðum með orðunum: „Min hund er glad?“ Þetta vissi ég ekki áður. En þegar við ungir sveinar í Hvítársíðu fúndum afvelta meri í mýri og hlupum heim að segja bónda, þá hysjaði hann rólega upp um sig brókunum og tók í nefið og sagði: „Jœja, piltar. Þið segið aldeilis nokkuð.“ En hann kunni náttúrlega enga íslensku, auminginn. Fyrir brjóstið á þér fer einnig eftirfarandi málsgrein: Eins og þú segir [...] og [...] alltaf að kommentera á sjálfar sig og skoða sig í tungumálinu, og það er í gegnum þessa sjálfsskoðun og sjálfsíróníu sem við kynnumst þeim [...] TMM 1997:3 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.