Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 107
GAMANBRÉF TIL GÓÐKUNNINGJA MÍNS Og nú ætla ég ekki að hafa þetta mál miklu lengra, kæri Ólafur, þótt tvennt til viðbótar hafi valdið mér forundran nokkurri. Hið fyrra var að þú skildir ekki orðið „veruleikavídd“ sem er þó vel ættuð hrúga, gott ef hún er ekki getin og fædd á hreintungulögreglustöðinni. Reyndar sannar þetta skilningsleysi þitt, betur en langt mál, gagnsleysi þess að mynda í sífellu íslensk nýyrði yfir fræðileg hugtök. Það er ekki nóg að hrúgur og hraukar séu af góðum ættum, lesandinn verður að vita um hvað málið snýst, þekkja hinn fræðilega bakgrunn. Hvorugur okkar mundi skilja orðið þágufall betur en dativ, þótt það sé stórættað, ef við vissi ekkert um málfiræði og værum ekki svona déskoti sigldir, og jafnlítill væri skilningur okkar, hvort heldur íþróttafréttamaður (Góður hraukur það!) segði okkur sögur af svigi eða slalómi ef hvorugur hefði séð skíði. Sama gildir um vitundarvídd. Hið síðara var það að þú skyldir telja rúsínur til krydds. Grein þína nefnir þú „Islenska með útlendu kryddi.“ Undir lokin segir þú hins vegar: Útlend orð sem rithöfundurinn stráir eins og rúsínum í málgrautinn eru þessi: í Hvítársíðunni voru rúsínur rúsínur og krydd krydd, þe. salt, pipar og þriðja kryddið. Ekki einu sinni hjartarsalt fékk að fljóta með kryddinu, hvað þá rúsínur. Ég er ekki hrein-tungu-stefnu-maður eins og þú, kæri Ólafur, en engu að síður vil ég, eins og þú, að fólk vandi sitt mál. Munur okkar er þó sá, að þú virðist leggja mikið upp úr því að málfar íslenskra rithöfunda sé „hreint og vel ættað,“ og að jómfrúin gæti meydómsins. Mér er meira í mun að tjáningarmöguleikar séu margir og tjáning nákvæm, hvaða meðulum sem beitt er til þess, og þess vegna fagna ég því að jómfrúin slíti af sér tunguhaftið sem önnur höft. Ætterni orða skiptir mig engu, enda held ég að „alíslensk“ orð og orðstofnar séu varla til. Með öðrum orðum, að hrein íslenska sé svo orðfá og rýr, að hún mundi ekki duga í hálfa hlunkhendu, hvað þá meir. Sammála held ég þó að við séum um, að það sé fjandakornið engin málvöndun að fimbulfamba ónákvæmt og stefnulaust um hrúgur, hrauka og hröngl íslenskra nýyrða. Ónákvæmni og uppskrúfun getur af sér vondan texta, þótt þar sé ekkert orð né orðstofn yngri en frá því fýrir siðaskipti. Og svo er að lokum lítil gáta, sem gæti lýst viðhorfi mínu til hinnar öfgafullu hreintungustefhu. Þú fyrirgefur mér, að ráðning hennar er ætt- smátt orð komið úr lágþýsku í dönsku og þaðan „völskunum meður“ í íslensku. TMM 1997:3 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.