Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 93
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON heldur gamanleikir, og lék hann stundum sjálfur aðalhlutverkin. En ótrúlegt er miðað við annað höfundarverk hans að þessi leikrit hafi öll verðskuldað svo skjóta gleymsku. Effilvill koma þau í leitirnar seinna meir, á einhverju skjalasafhi vestur í Ameríku. Að auki liggja trúlega hundruð sendibréfa frá honum á þeim sömu skjalasöfnum, því hann var afar ötull bréfritari, og stílaði þau líflega einsog annað. Hér að framan voru nefhd bréfaskipti hans og Stephans G, en líka hafa verið prentuð nokkur bréf hans til Guðmundar Finnbogasonar. Þessi bréf bera vott um sérstæðan mann, síleitandi, opinn, hlýjan, metnaðarfullan, en jafnframt sífellt haldinn efa um sjálfan sig og eigin getu. Hann hefur haft ríka kímnigáfu, en kannski verið nokkuð viðkvæmur gagnvart sjálfum sér á köflum, ólíkur Stephani G. sem hafði þykkari skráp og gat talað nokkuð kalsalega um sjálfan sig stundum, þó hann að vísu hefði auðvitað einnig ríka sjálfsvitund — og hugsanlega einmitt vegna þess að sjálfsmynd hans var sterkari en yngri mannsins, gat hann leyff sér meira glens á eigin kostnað. Það er einsog Jóhann Magnús hafi alla tíð verið mjög viðkvæm- ur: og þannig eru líklega ævintýraskáld ævinlega þegar upp er staðið. Þessar línur um Jóhann Magnús Bjarnason lýsa auðvitað ekki að marki hvorki honum sjálfum sem manni né verkum hans, það gera rit hans best. Þar er hann líkastur sjálfum sér og kemur sterkast fram, mun fremur en í frásögnum annarra af honum og því sem um hann og bækur hans hefur verið skrifað. IV Sumir rithöfundar deyja löngu áður en þeir deyja, en Jóhann Magnús er enn lifandi — nú hálfri öld eftir lát sitt. Bækur hans bera í sér lífmagn, hvort sem þær eru lesnar til skemmtunar eingöngu, eða með hliðsjón af sögu íslendinga í Vesturheimi, eða sem spegill sem mannlíf óháð tíma og umhverfi er borið upp að. Það getur verið að sumt sé betra en annað í „listrænum skilningi“, en sá skilningur er að vísu nokkuð breytilegur frá einum tíma til annars, og þó okkar tíma þyki ýmislegt í bókum hans varla standa tímans tönn, er annað sem heldur sínum hlut býsna vel andspænis þeirri ógnvænlegu tönn. Bók- menntir eru fleira en brakandi snilld, og sögur Jóhanns Magnúsar eru skrifaðar af einlægni og alúð og umtalsverðri gáfu — í raun er ekki hægt að biðja um meira. Allar bækur sem eru skrifaðar út frá þessum forsendum, eiga rétt til lengra lífs en pappírinn sem í þeim er, og þó þær tilheyri í orði kveðnu öðrum tíma, er alltaf þess virði að lesa um þann tíma, sem er horfinn, týndur, nema í þeim bókum sem voru skrifaðar meðan hann var að líða. Og nútíðin er líka fortíð, það þarf engan speking til að sjá það, og á henni rís framtíð. Við höfum ekki efni á að láta vestur-íslenskar bókmenntir liggja TMM 1997:3 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.