Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 74
Guðbergur Bergsson Dæmisaga af spænskum ættum* Reykjavík, 19. ágúst 1997 Kæru íslendingar! Einu sinni átti heima á Spáni maður sem var einn og hálfur metri á hæð. Auðvitað var hann kominn af þeim fáu ættum sem þarna eru kallaðar Háaðall Spánar. Af honum eru göfugustu menn þjóðar sem er þekkt í hinum kristna heimi fyrir riddaramennsku, dulúð og myrkar tilfinningar í eldheitu blóði, í bland við óbilandi sjálfsálit og stolt sem fer sínu ffam hvað sem hver segir. Þegar aðalsmaðurinn var á miðjum aldri reisti hann sér stóra, glæsta höll, þótt hann ætti auðvitað fjölmargar aðrar fyrir. Þær hafði hann fengið í arf ffá ættmönnum sínum. Nú ætlaði hann að byggja þá sem væri í einu og öllu sniðin fyrir hann sjálfan og honum samboðin. Með því að aðalsmaðurinn taldi sig vera fulltrúa kynborinnar og göfugrar einstaklingshyggju bar hann ætíð höfuðið hátt hvað sem á dundi kringum hann. Þess vegna varð honum oft að orði: Lífsviðhorf mitt er einfalt: Betra er að deyja uppréttur en ef maður liggur á hnjánum. Enda er ekki sama í hvaða stellingu maður gefur upp andann. Orðstír er framtíð þess sem deyr með fæturna á jörðinni. Sé þetta viðhorf haft í huga er óþarfi að segja, þó það sé hér gert, að höllin var höll sem hann reisti hugsun sinni, en um leið átti hún að vera boðskapur og erfðagripur handa komandi kynslóð, á sama hátt og annað í lífi hans. Hvaðeina sem svona menn ráðast í, eða hugsa, er gert með hliðsjón af mannkynssögunni, einkum þó eilífðinni, og hvað sé lærdómur fyrir ókomna tíma. Sérhver þáttur í fari þeirra er tengdur ódauðleika, ekki bara hér á jörð, heldur handan grafar. í fari þeirra felst því kynleg mótsögn: Þeir reisa sér hallir og geta ekki hugsað sér að deyja frá hverfulu lífi, sem hlýtur að vera þeim ósamboðið, vegna fallveltis síns, en eilífðin samboðnari. Þeir ættu eiginlega að vera alla tíð dánir. Höllin var hátimbruð með stórt hvolfþak, og í herbergjunum var hátt til 72 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.